September á svæði 1&2 í Stóru Laxá

Nú flæða lægðirnar yfir landið með tilheyrandi rigingu og þá er stutt í að veislan byrji í Stóru Laxá. Vegna Covid ástandsins eigum við á lausu nokkra góða daga á svæði 1&2 sem hægt er að kaupa beint í vefsölunni hér: Stóra 1&2 Veiðkveðja Jóhann

Laus holl í Deildará

Deildará á Melrakkasléttu er dásamleg lítil þriggja stanga á með frábæru nýju veiðihúsi. Áin er tilvalin fyrir fjölskylduna eða vinahópinn. Deildará opnaði nú i vikunni og var opnunin hin ágætasta. Veiðar hófust 20. júní og voru í hádeginu komnir fimm laxar á land. 87 cm hrygna veiddist í Minkahyl, 86 cm hængur í Langhyl, 80 cm hængur og 74 cm hrygna …

Kynning á svæði 4 í Stóru Laxá

Kynning Stóru Laxá svæði 4 er kominn með nýja dagsettningu , nú eru allir veiðislóðar greiðfærir og gott að komast um, ágæt veðurspá 20 Júni , ný dagsettning er 20 Júní mæting klukkan 15:00. Farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum færi á að kynnast …

Veiðireglur í Ásgarði – Silungsveiði

Að gefnu tilefni höfum við ákveðið að breyta veiðireglum í silungsveiðinni í Ásgarði og verður svæðið hér eftir veiða og sleppa eingöngu.  Við vorum með hóflegan kvóta upp á eina bleikju á stöng á dag en því miður var það ekki nóg fyrir suma. Bleikjustofninn í ánni hefur verið á undanhaldi og því stígum við þetta skref til að reyna …

Stóra 4 – júnídagar!

Stóra Laxá er að jöfnu langbest í upphafi og lokum tímabils. Svæði 4 sem er efsta svæðið á sér snemmgengin stofn sem rýkur beint upp eftir þeagar hann mætir í júní. Og þetta er allt stórlax, menn hafa séð þá yfir tuttugu pundin. Undiritaður getur ekki mælt nægjanlega mikið með því að skella sér á svæði 4 í júní, byrjun …

Veiðisvæði vikunnar – Stóra 4

Veiðisvæði vikunnar að þessu sinni er Stóra Laxá – svæði 4.  Svæði fjögur í Stóru er hreint stórfenglegt laxveiðisvæði og líklega eitt það fallegsta í heimi. Svæðið veiða fjórar stangir og fylgir með gott hús með heitum potti og fimm herbergjum. Við erum að bjóða tvær stagnir á dag með húsi á verði frá 65.000 eða 32.500 kall stöngin sem …

Veiðisvæði vikunnar 17.04

Við kynnum með stolti veiðisvæði vikunnar sem er valið svæði í hverrri viku þar sem við bjóðum á góðum kjörum valin holl. Að þessu sinni er svæðið Stóra Laxá III sem er tveggja stanga svæði með fínu húsi. Vikuna 17-24.04 bjóðum við daginn með tveimur stöngum, húsið og svæðið prívat á verði frá 59.000 á dag samtals. Hægt er að …

Veiðisvæði vikunnar

Kæru veiðimenn, Með hækkandi sól og fiðring í maga ætlum við að bjóða upp á þá nýbreytni að kynna veiðisvæði vikunnar. Veiðisvæði vikunnar verður næstu viku á eftir á tilboðskjörum í vefsölunni hjá okkur. Það svæði sem ríður á vaðið er engin önnur en Ytri Rangá. Ánna þarf varla að kynna en við gerum það samt. Ytri Rangá hefur hæstu …

Gleðilega veiði!

Jæja þar kom að því, loksins er veiðitímabilið hafið! Ekki er beinlínis hægt að segja að veðrið hafi verið vormilt þennan fyrsta dag í veiði en menn létu það ekki á sig fá og klæddu sig vel. Við höfum verið að sjá fréttir af fínum aflabrögðum víðsvegar enda er sá silfraði búinn að bíða lengi eftir fyrstu flugunni. Fallegasti fiskurinn …

Deildará komin í vefsölu

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að við höfum nú sett nokkur góð holl í Deiladará á Melrakkasléttu í vefsölu. Deildará er skemmtileg þriggja stanga á með frábæru húsi þar sem menn sjá um sig sjálfir. Deildará er tilvalin fyrir stórfjölskylduna eða vinahópinn þar sem auk laxveiðanna fylgja með þrjú leyfi í silunginn sem nóg er af á svæðinu. Hér …