Blanda II

Blanda II

Blanda svæði tvö er skemmtilegt svæði þar sem veitt er á fjórar stangir og allt löglegt agn er leyfilegt. Svæðið gefur oft glettilega góða veiði og sækja sömu hópar í það ár eftir ár. Vel rúmt er um stangirnar fjórar og margir skemmtilegir veiðistaðir.

Blanda III

Blanda III

Blanda svæði 3 getur verið ansi gjöfullt veiðisvæði sérstaklega þegar fer að líða á júlí. Veiðisvæðið er um 20 km af stórum breiðum í gljúfrum og eyrarhyljir neðantil. Svæðið hefur verið mjög vinsælt í gegnum tíðina og sömu menn sækja í að koma ár eftir ár.

Blanda IV

Blanda IV

Blanda svæði IV (Refsá) hefur svo sannarlega slegið í gegn á undanförnum árum. Svæðið er ægifagurt og veiðin hefur oft á tíðum verið ævintýraleg. Áin er blátær og mun minni um sig á þessum hluta og því hægt að nota allt önnur og nettari veiðitæki en á neðri svæðum Blöndu.

Hallá

Hallá

Hallá er lítil og skemmtileg á, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa, þeir eru ófáir maríulaxarnir sem hafa komið úr ánni. Hallá er viðkvæm dragá um 16 kílómetra löng en veiðisvæðið sjálft er hátt í 10 kílómetrar. Neðri hluti ánnar fellur að hluta til í gljúfri en fyrir ofan veiðihúsið hægist á ánni og hagur fluguveiðimanna vænkast þar til muna, hartnær 7 kílómetra fram dalinn. 

Hvannadalsá

Hvannadalsá

Hvannadalsá er gullfaleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa. Áin er blátær og auðvelt er að koma auga á tifandi laxinn í gljúfrunum. Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá. Árnar eru oft kallaðar systurnar við djúp enda hafa þær sameiginlegan ós.

Langadalsá

Langadalsá

Einstök náttúrufegurð og kyrrð fjarri skarkala höfuðborgarinnar. Góður kostur til að þjappa saman fjölskyldu- og / eða vinahópum í stóru og rúmgóðu veiðihúsi. Eingöngu er veitt á flugu allt tímabilið enda er áin fullkomin fluguveiðiá.