Hallá er lítil og skemmtileg á, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa, þeir eru ófáir maríulaxarnir sem hafa komið úr ánni. Hallá er viðkvæm dragá um 16 kílómetra löng en veiðisvæðið sjálft er hátt í 10 kílómetrar. Neðri hluti ánnar fellur að hluta til í gljúfri en fyrir ofan veiðihúsið hægist á ánni og hagur fluguveiðimanna vænkast þar til muna, hartnær 7 kílómetra fram dalinn. 

IMG_3320Auðvelt er að ganga nærri Hallá, það er því nauðsynlegt að hlífa ánni eins og kostur er. Lax-á, í samráði við landeigendur, hefur ákveðið að svæðið frá veiðihúsinu og fram dalinn verði eingöngu veitt með flugu og öllum laxi sleppt. Eftir sem áður verður maðkveiði leyfð frá veiðihúsi niður að sjó, tæplega 3 km leið. Kvóti á veiði er tveir laxar á stöng á dag.

Staðsetning: Hallá er í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík eða um 10 mínútna akstur frá Blönduósi rétt utan við Skagaströnd! Stutt er í alla þjónustu t.a.m golfvelli og sund.

Leyfilegt agn: Fluga eingöngu

Kvóti: Skylduslepping á öllum laxi

Veiðihús: Innifalið í verði, stendur á hægri hönd sunnan við brúna ef keyrt er í áttina að Skagaströnd með útsýni yfir neðri hluta veiðisvæðisins og flóann. Tvö herbergi með svefnpláss fyrir tvo í hvoru (koja), svo er ein aukadýna og svefnsófi í stofu fyrir tvo. Rúmgóð stofa og eldhús.  Ekki er sturta í baðherbergi en þarna er útisturta (engin innisturta). Gasgrill og útvarp.

Það sem þarf að taka með: Það þarf að taka með sængur eða svefnpoka, handklæði og sápur, tuskur og viskastykki.

Veiðisvæði: Neðri hluti, u.þ.b. 10 km.

Stangarfjöldi: 2 stangir, seljast saman. Seldir eru stakir dagar frá hádegi til hádegis.

Tímabil: 21. júní – 22. september.

IMG_3355 copy
Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 (20. jún. – 20. ág.)

7–13 og 15–21 (21. ág. – 20. sept.)

Veiðitæki: Einhenda 9-10” og flotlína.

Stangarfjöldi: 2 stangir seldar saman.

Bestu flugur: Gárutúbur, rauður og svartur Frances. Stundum hafa eirtúbur komið að góðu gagni.

Staðhættir og aðgengi: Jepplingar og að hluta fólksbílafært.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Þröstur Líndal.

Veiðikort: Hallá Kort

 Veiðibók: Er í veiðihúsinu, skylt er að skrá afla daglega.

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100

Staðsetning

IMG_3399IMG_3355 copyIMG_6889DSC00253IMG_3400DSC00189VEIT EKKI_05_HåkanSteenlund