Stóra-Laxá fellur úr Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, og fellur í Hvítá hjá Iðu, ásamt Litlu-Laxá. Hún er dragá, 90 km. löng all vatnsmikil með 512 ferkm. vatnasvið. Laxgeng er hún langt inn í Laxárgljúfur. Landslag með ánni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum.

TerryNab-Stora-Kalfhagi90cm

Uppgangur hefur verið í ánni undanfarin sumur. Sumarið 2013 var t.a.m. metveiði í ánni en þá komu 1764 laxar á land, sumarið 2014 gaf næst mestu heildarveiði frá upphafi.

Aðeins eru leyfðar veiðar á flugu og settur hefur verið kvóti upp á einn lax á stöng á dag í svæði I og 2. Veiðimenn mega halda áfram veiðum eftir að kvóta hefur verið náð en öllum laxi umfram þennan eina skal sleppt. Kvótinn nær aðeins til smálaxa en öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt.

Svæði I og II er frá landamerkjum jarðarinnar Iðu að vestan og Litlu-Laxár að austan, að og með Illakeri. – Rauðuskriður tilheyra nú sv.3.

Leyfilegt agn: Eingöngu veitt á flugu.

Stangarfjöldi: Fjórar stangir eru leyfðar á svæðinu

Holl/dagar: Seldir eru stakir dagar frá hádegi til hádegis.

Daglegur veiðitími: 30. jún – 20. ágúst frá kl 16-22 og 7-13. 20. ágúst – 30. sept frá kl 15-21 & 7-13

Veiði í Stóru Laxá 2015 – 654 Laxar
Veiði í Stóru Laxá 2014 – 882 Laxar
Veiði í Stóru Laxá 2013 – 1776 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2012 – 673 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2011 – 766 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2010 – 764 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2009 – 637 laxar

Leiðarlýsing: Veiðihúsið á svæði I og II er í landi Skarðs. Beygt er af Suðurlandsvegi inn á Skeiðaveg (í átt að Flúðum). Stuttu áður (ca. 400 metum) en komið er að brúnni yfir Stóru Laxá er beygt til hægri inn á Skarðsveg. Eknir eru 350 metrar inn á Skarðsveg og síðan beygt til vinstri inn á afleggjara sem liggur beint að veiðihúsinu.

L1010761

Veiðihús: Ágætt veiðihús með gistirými fyrir 8 veiðimenn í 4 svefnherbergjum. Veiðimönnum er heimilt að mæta í hús klukkutíma áður en veiði þeirra hefst og er skylt að skila húsinu hreinu klukkutíma eftir að veiði þeirra lýkur. Athygli er vakin á því að veiðimenn leggja sjálfir til sængurföt, en sængur og koddar eru í húsinu.

Hvað er pláss fyrir marga: 8 manns

Fjöldi herbergja: 4 tveggja manna herbergi

Kojur:  Nei

Einbreið rúm:

Tvíbreið rúm: Nei

Aukadýnur:  Nei

Sængur: Já 8 stk.

Eldhúsáhöld:

Grill:

Útvarp:

Heitur pottur:  Já

Aðgerðarhús: Nei, aðstaða utandyra með slöngu og vaskaborði.

Hvað þarf að taka með sér: svefnpoka/rúmföt og baðhandklæði, tuskur, viskastykki.

Umsjónarmaður:  Sigurður  Björvindsson á Skarði umsjónarmaður. S. 486-6009 og 862-1206.  siggibjogg@visir.is

Veiðvörður:  Þorfinnur Snorrason s: 8931004 – Hann er líka með Hvítá /Ölfus og flýgur yfir svæðin í eftirliti.

Veiðikort: Stóra I-II

Bókanir og nánari upplýsingar:  

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100
 

OLYMPUS DIGITAL CAMERADSC00825 - CopyL1050328TerryNab-Stora-Kalfhagi95cm