Blanda I

Blanda I

Blanda hefur skipað sér öruggan sess sem ein af bestu laxveiðiám Íslands. Vandfundin er sú á sem gefur betri veiði í upphafi tímabils og er stórlaxastofninn i ánni sérlega öflugur. Yfir hábjargræðistímann eða “prime time” er Blanda þekkt fyrir góðar aflahrotur og ósjaldan ná menn kvótanum sem er 12 laxar á dag.

Eystri Rangá

Eystri RangáEystri Rangá hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 4540 laxar. Átak hefur verið gert í því síðustu ár að taka stórlax úr ánni í klak. Hefur það skilað þeim árangri að í Eystri Rangá er æ hærra hlutfall aflans stórlax og hefur veiðin að sama skapi aukist fyrr á tímabilinu. Árið 2014 voru 46 prósent af fyrstu 2000 löxunum sem veiddust stórlax.