Blanda hefur skipað sér öruggan sess sem ein af bestu laxveiðiám Íslands. Vandfundin er sú á sem gefur betri veiði í upphafi tímabils og er stórlaxastofninn i ánni sérlega öflugur. Yfir hábjargræðistímann eða „prime time“ er Blanda þekkt fyrir góðar aflahrotur og ósjaldan ná menn kvótanum sem er 6 laxar á vakt.

Dammurinn og Breiðan eru fornfrægir veiðistaðir sem gefa góða veiði allt tímabilið. Blanda er öflugt vatnsfall á íslenskan mælikvarða, krefjandi á sem geymir sprettharðan og öflugan stofn.

Veiðireglur í Blöndu: Maðkur er einungis leyfður í Dammi norðan og sunnan (Dammur og Bugur) og í Holu efst á svæðinu. Fyrir neðan Damm, er eingöngu leyfð fluga með flugustöngum. Spúnn er bannaður á öllu svæðinu! Þessi tilhögun er í gildi frá opnun og fram að yfirfalli. Eftir að yfirfall skellur á eru ekki hömlur á agni – en sami kvóti er þó áfram á hverja stöng.

Kvóti: 6 laxa kvóti á stöng á vakt, ekki má færa kvóta milli vakta. Hætta ber veiði þegar kvóta hefur verið náð. Ef menn vilja veiða áfram á flugu ber að skilja eftir einn lax af kvóta.

Meðalvigt: Veiddra laxa er um 4 kg.

Meðalveiði: Síðustu fimm ára er 2040 laxar á ári úr allri ánni.

Staðsetning: Norðvesturland. Blanda rennur í gegnum Blönduós, um 240 km frá Reykjavík.

Veiðihús: Veiðimenn gista í hinu glæsilega veiðihúsi Hólahvarfi. Í húsinu er að finna tveggja manna herbergi öll með sér baði. Á veröndinni eru heitir pottar og hægt er skella sér í saunu kjósi menn það frekar. Setustofan er rúmgóð og þægileg og fallegt útsýni er yfir ána. Athugið að Hólahvarf er staðsett á svæði tvö við Blöndu. Ekið er í gegn um Blönduós og áfram þjóðveginn inn dalinn þar til komið er að skilti sem vísar á veiðihúsið á hægri hönd.

Tímabil: 5. júní – 5.sept.

Stangarfjöldi: 4 stangir, tvær á hvorum bakka.

Seld holl/dagar: Seldar eru holl og stakir dagar frá hádegi til hádegis með gisti og fæðisskyldu. 

Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 (20. jún.–20. ág.)
7–13 og 15–21 (21. ág.–20. sept.)

Veiðitölur:

Veiðitölur 2009: 2.413 laxar
Veiðitölur 2010: 2.777 laxar
Veiðitölur 2011: 2.032 laxar
Veiðitölur 2012: 832 laxar
Veiðitölur 2013: 2611 laxar
Veiðitölur 2014: 1931 lax
Veiðitölur 2015: 4829 lax

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15” fyrir línu 9-11.

Leyfilegt agn: Fluga og maðkur í Dammi og Holu, eingöngu fluga á Breiðu og neðar. Lax-á hvetur veiðimenn til að sleppa stórlaxi í öllum tilfellum, einnig þar sem það er ekki skylt.

Bestu flugur: Gárutúbur, Sunrise Shadow, Munroe Killer, Francis, Snældur ofl.

Veiðikort: Blanda 1

Staðhættir og aðgengi: Ekið er upp á svæði I frá Blönduósi að vestanverðu við Blöndu, upp að og í gegnum hesthúsabyggð þar sem vegurinn liggur að Blöndu og endar á bílastæði. Þaðan er örstuttur gangur að ánni. Þeir sem eiga veiði á austurbakkanum fara sömu leið og komast þeir yfir á göngubrú, beint neðan við bílastæði. Blanda er mjög vatnsmikil og straumhörð á, því hvetjum við veiðimenn til að fara mjög varlega og nota vaðstaf og björgunarvesti við veiðar.

Vatnsstaða: Þegar líða tekur á sumarið er árviss viðburður að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið. Er þá talað um að Blanda fari á yfirfall. Síðustu ár hefur einnig borið á því að vélar eru keyrðar í virkjun sem getur haft grugg í för með sér. Þegar Blanda fer á yfirfall eða vélar eru keyrðar hækkar yfirborð árinnar nokkuð og litast hún talsvert með þeim afleiðingum að áin verður erfiðari til veiða. Verð veiðileyfa í ágústmánuði tekur mið af þeim möguleika að áin geti hugsanlega orðið illveiðanleg, enda ómögulegt að spá nokkuð fyrirfram um hvort eða hvenær áin fari á yfirfall eða vélar eru keyrðar. Lax-Á getur því ekki borið ábyrgð á ástandi vatnsins þegar veiðimenn eru við ánna. Á undanförnum árum hefur verið mjög misjafnt hvenær áin hefur litast, sumarið 2015 litaðist áin t.a.m. lítið sem ekkert og gerðu margir frábæra veiði það árið langt fram í september.

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100 


Staðsetning

2015-06-09 21.15.18

L1010788

SONY DSC

2015-06-09 19.19.36