Eystri Rangá

Eystri Rangá hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 4540 laxar. Átak hefur verið gert í því síðustu ár að taka stórlax úr ánni í klak. Hefur það skilað þeim árangri að í Eystri Rangá er æ hærra hlutfall aflans stórlax og hefur veiðin að sama skapi aukist fyrr á tímabilinu. Árið 2014 voru 46 prósent af fyrstu 2000 löxunum sem veiddust stórlax.

Veiðimenn ATH

Veiðimenn eru skyldugir að sleppa öllum lífvænlegum stórlax í klakkistur. Hrygnur yfir 75cm og hængar yfir 85cm.

Staðsetning: Suðurland, um 100 km frá Reykjavík.

Veiðisvæði: Veitt er á 9 svæðum.

Stangarfjöldi: 18 stangir

Tímabil á vegum Lax-á: 4. júlí – 3. sept.

Seld holl/dagar: Einn eða fleiri dagar seldar saman, frá hádegi til hádegis.

Daglegur veiðitími (Ath breytt 2020):

03.07 – 03.09 – 8-13 og 15-20

Veiði 2004: 3155 laxar : Veiði 2005: 4222 laxar :Veiði 2006: 2475 laxar :

Veiði 2007: 7525 laxar : Veiði 2008: 7013 laxar :Veiði 2009: 4229 laxar

Veiði 2010: 6280 laxar : Veiði 2011: 4387 laxar : Veiði 2012: 3004 laxar

Veiði 2013: 4797 laxar : Veiði 2014: 2529 laxar : Veiði 2015: 2749 laxar

Veiði 2016: 3229 laxar

Meðalvigt: 8 pund.

Leyfilegt agn: ATH nýtt 2020. Eingöngu fluga leyfð með flugustöngum til 20.08. Frá og með 21.08 er spúnn einnig leyfður. 

Kvóti: 4 smálaxar á vakt

Veiðimenn eru skyldugir að sleppa öllum lífvænlegum stórlaxi í klakkistur!

Klakkistur: Félagið hefur sett upp klakkistur við helstu veiðistaði og eru stórlaxar keyptir af veiðimönnum. Er miðað við hrygnur sem eru stærri en 75 cm og hængar sem eru stærri en 85 cm. Veiðimenn fá 50 % af þyngd laxsins sem þeir setja í klakkistur í formi reykts stórlax úr Þjórsá og Hvítá

Meðferð á klakfiski: Fullþreyta þarf fisk sem setja á í klakkistu,nota þarf hnútalausan háf og forðast allt hreisturslos.

Alls ekki má stranda laxi sem setja á í kistu.

Ef fiskur er tekin á maðk má klippa á girni í stað þess að reyna að losa öngul sem er djúpt tekinn. Auðvelt er að flytja laxa lifandi í klakkistu ef fiskurinn er fluttur í laxaplasti með hausinn niður og laxaplastpokinn hafður hálffullur af vatni. Gott er ef flytja á laxa um lengri veg að hafa plastið tvöfalt.

Mokveiði í Eystri, 2018, lax-a.isHentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15”, lína 9-11. Mælt er með sökktaum.

Bestu flugur: Pool fly, Snælda, Black & blue, Sunray shadow, Collie Dog og Willie Gun.

Staðhættir og aðgengi: Gott, bílfært að langflestum veiðistöðum.

SAMSUNG DIGITAL CAMERA

Veiðihús: Veiðihúsið er staðsett fyrir ofan svæði 5. Þar eru 18 tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi. Góður veitingasalur og setustofa með bar. Við húsin eru tveir heitir pottar, aðgerðarhús og vöðlugeymsla.

Umgengnisreglur: Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma herbergi/hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur.

Skyldugisting með fæði: 1. júlí – 3. sept.

Umsjónarmaður/Staðarhaldari: Gunnar s. 6961200.

Eystri-Rangá veiðieftirlit S:487 7868.

Veiðikort: Heildarkort – Kort 1 – Kort 2  – Kort 3

Veiðibók: Liggur frammi í húsi umsjónarmanns við Veiðihús Eystri Rangár. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Sími í veiðihúsi: 487 6680

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100


Staðsetning