Ytri Rangá hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein albesta laxveiðiá landsins en meðalveiði síðustu fimm ára er 6256 laxar á sumri sem er frábær árangur. 

Veiðimenn ATH

Veiðimenn eru skyldugir að sleppa öllum  stórlaxi 70 cm plús.

Staðsetning: Suðurland, um 100 km frá Reykjavík.

Veiðisvæði: Veitt er á 4 svæðum.

Stangarfjöldi: 14 stangir á aðalsvæðum

Tímabil á vegum Lax-á: 19. júlí – 7. ágúst.

Seld holl/dagar: Einn eða fleiri dagar seldar saman, frá hádegi til hádegis.

Daglegur veiðitími (ATH Nýtt 2020):

7–13 og 15–21 (opnun – 10. sept.)

Veiði 2010: 6210 laxar : Veiði 2011: 4961 laxar : Veiði 2012: 4351 laxar

Veiði 2013: 5461 laxar : Veiði 2014: 3064 laxar : Veiði 2015: 8803 laxar

Veiði 2016: 9323 laxar : Veiði 2017: 7451 laxar : Veiði 2018: 4032 laxar

Veiði 2019: 1675 laxar : Veiði 2020: ??? laxar

Meðalvigt: 7 pund.

Leyfilegt agn: Aðeins fluga með þess til gerðum stöngum.

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15”, lína 9-11. Mælt er með sökktaum.

Bestu flugur: HKA Sunray, Snælda, Black & Blue, Sunray shadow, Frances, Collie Dog og Willie Gun.

Staðhættir og aðgengi: Gott, 4×4 bílfært að langflestum veiðistöðum.

Veiðihús: Glæsilegt nýlegt veiðihús er staðsett við svæði 3 með útsýni yfir Rangárflúðirnar. Þar eru tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi. Góður veitingasalur og setustofa með bar. Við húsið er heitur pottur, aðgerðarhús og vöðlugeymsla.

Umgengnisreglur: Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma herbergi/hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur.

Skyldugisting með fæði: Allur tími Lax-Á sem er 19 júlí – 7. ágúst.

Veiðikort:  Ytri Rangá – Kort

Veiðibók: Liggur í aðgerðarhúsi við Veiðihús Ytri Rangár. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Sími í veiðihúsi: 487 5004

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100 – Árni Bald – arnibald@lax-a.is