Eystri Rangá 2018

Nú er farið að þynnast framboðið í Eystri enda búast menn við góðu gengi þar næsta sumar. Við eigum nokkur áhugaverð holl eftir sem hægt er að skoða hér að neðan. Hægt er að kaupa einn til fleiri daga í senn.  22-26.07 = Tvær stangir 30.07-03.08= Fjórar stangir 7-11.08 = Þrjár stangir 25-30.08 = fimm stangir Auk þessa eigum við …

Flottir dagar á lausu í laxveiði

Kæru veiðimenn,  Nú eru allir í óðaönn að skipuleggja veiðisumarið  og okkur langaði að benda ykkur á flotta daga á lausu fyrir norðan. Hallá – 15-18.07. Hér ætt að vera afar góð von á fyrstu stóru smálaxagöngunum. Blanda svæði 2 – Hér var að losna gulltími 21-23.07 og svo er líka til 5-7.08. Frábær holl og á svæði tvö sjá …

Stóra Laxá 2018

Síðustu tvö sumur hefur Stóra Laxá byrjað tímabilið af fítónskrafti. Opnunarhollin á öllum svæðum áttu frábæra daga og allur fiskur sem veiddist var rígvænn. Á svæði fjögur vissu menn að von var á góðu þegar Breiðan var skyggnd dagana fyrir opnum. Laxar lágu þar nánast í stöflum og inn á milli voru svakalegir drekar sem voru áætlaðir vel yfir 20 …

Hátíðarkveðja

Kæru Veiðimenn, Við óskum ykkur Gleðilegra Jóla og færsæls nýs veiðiárs. Takk fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða. Skrifstofa Lax-Á opnar aftur eftir jólafrí þann 27.12 kl 9:00. Vefsalan okkar er opin allan sólarhringinn. Starfsfólk – Lax-Á  

Lokað eftir hádegi

Kæru veiðimenn,   Vegna jólahlaðborðs hjá Lax-Á verður lokað hjá okkur eftir kl 13:00 í dag þann 18.12. við mætum spræk aftur kl 9 í fyrramálið.    Starfsfólk – Lax-Á

Hæstiréttur úrskurðar um Tungufljót

Sumir kannst eflaust við söguna um ástandið sem ríkti á tímabili við ársvæðið Tungufljót sem Tungufljót ehf hefur á leigu og Lax-Á hefur haft umsjón um fyrir þess hönd. Í stuttu máli snerist málið um það að  landeigendur fyrir landi Bergstaða reyndu markvisst að hindra stangveiðmenn frá ánni auk þess sem þeir veiddu ána með spæni án leyfis frá Austurbakka. …

Eystri Rangá verður spennandi á næsta ári

Eins og líklega hefur kvisast út þá hafa sleppingar verið stórauknar í Eystri Rangá. Við erum að tala um nánast þrefallt magn slepptra seiða og sleppingar gengu vel. Þetta ætti samkvæmt fræðunum að skila sér í margfallt betri veiði árið 2018. Í ár gaf áin rétt yfir 3000 laxa en við gerum okkur vonir um 6000 hið minnsta á næsta …

Vefsalan að opna

Kæru veiðimenn, Vð erum um þessar mundir að dæla inn leyfum í vefsöluna okkar og er nú þegar komið töluvert framboð á netið.  Meðal annars má núna finna spennandi daga á svæðum tvö og þrjú í Blöndu.   Hér er hægt að kynna sér framboðið: Vefsala Lax-Á Veiðikveðja – Jóhann Davíð – jds@lax-a.is  

Hallá á Skagaströnd

Hallá lætur lítið yfir sér þar sem hún rennur meinlætisleg til sjávar rétt hjá Skagaströnd. Hallá er fremur lítið vatnsfall og er hún veidd með tveimur stöngum allt tímabilið. Við ána er gamalt en virðulegt veiðihús þar sem menn hafa unað sér hið besta í gegn um tíðina.  Seint verður kotið talið lúsxusslot en þar er allt til staðar til …

Bókanir fyrir 2018

Nú erum við búin að hafa samband við alla sem voru að veiðum hjá okkur í sumar og bjóða þeim dagana sína aftur. Ef þú varst með daga hjá okkur og ekki hefur verið haft samband við þig en þú hefur hug á að endurbóka endilega sendu undirrituðum línu sem fyrst.  Í framhaldi af endurbókunum höfum við nú hafið almenna …