Frábær kvikmynd um Grænland – My Mom Vala

Bandaríska stórfyrirtækið Yeti velur ár hvert áfangastað til að gera kvikmynd tengda útiveru og það þykir sérstakur gæðastimipill að vera valinn til að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Í ár sýndu þeir okkur hjá Lax-Á þann heiður að velja búðirnar okkar í Grænlandi til að skjóta myndina með Valgerði Erlu hjá Lax-Á og dóttur hennar Matthildi í aðalhlutverki. …

Verðlækkun í Ásgarði í Soginu

Kæru Veiðimenn, Við höfum ákveðið að lækka verð og breyta fyrirkomulagi veiðanna í Ásgarði í Soginu. Nú verða veiddir heilir dagar án gistingar og seldar verða stakar stangir einn eða fleiri daga í senn. Hægt verður að bóka húsið sér óski menn þess svo lengi sem það er laust, best er að hafa samband við skrifstofu til að athuga stöðuna …

Heilir dagar í Blöndu Sv 1

Við vorum að setja inn töluvert af heilum dögum á svæði eitt í Blöndu síðsumars. Veitt er þessa daga frá kl 7-13 og aftur frá 15-21. Í pásunni geta menn rennt sér í Börger á Blönduósi.  Gisting er ekki innifalin en finna má Fjölmarga fína gistikosti á Blönduósi.  Blöndulón lítur vel út þessa dagana og er nú vatnshæð undir meðaltali …

Netaveiði aflögð í Hvítá og Ölfusá 2019

Á aðalfundi  Veiðifélags Árnesinga þann 26.04 var eftir kosningu fundarstjóra borin upp tillaga frá Drífu Kristjánsdóttur um að eingöngu skuli veitt á stöng á vatnasvæðinu öllu frá og með sumrinu 2019.   Eftir nokkuð líflegar umræður var tillagan samþykkt með 88 atkvæðum gegn 68, 10 atkvæði voru ógild. Eftir sem áður mega landeigendur að sjálfsögðu nýta veiðirétt sinn en aðeins …

Langadalsá 2018

Við viljum vekja athygli á því að við eigum enn eftir nokkur frábær holl í Langadalsá við Djúp. Áin er hreint stórkostleg fluguveiðiá og eru margir sem hafa tekið ástfóstri við hana, lítið er um flúðir í ánni og hyljirnir eins og hannaðir til fluguveiða.  Allt umhverfi við ána er einstakt, friðsælt og fallegt með útsýni yfir Snæfjallaströndina. Húsakostur við …

Losnaði frábært holl í Blöndu 4

Vegna óvæntra aðstæðna losnaði holl í Blöndu fjögur á frábærum tíma 13-15.07.  Hollið er þrjár stangir með gistingu í Hólahvarfi og fullu fæði. Verð á stöng á dag er 71 þúsund og skyldufæði er 22 þús á mann á dag. Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-.is  

Góð veiðistaða á Blöndulóni

Eins og veiðimenn vita var staðan í Blöndu svolítið erfið á stundum síðasta sumar. Blöndulón var orðið nánast fullt fyrir byrjun veiðitíma og því brá Landsvirkjun á það ráð að keyra vélarnar duglega yfir sumarið til að nýta rennslið og setja ána ekki á yfirfall í júlí.  Þó þetta hafi skapað óþægindi var þetta líklega illskásti kosturinn því þetta lengdi …

Vorveiðin

Nú er þetta byrjað og víða má sjá gallharða veiðimenn með hrímkaldar hendur haldandi á priki við árbakkann.  Sjórbirtingsveiðin hefur byrjað ágætlega og af fréttum að dæma eru menn sáttir sem víðast. Þó hann sé kaldur þesi dægrin er veðrið alltént fagurt og fínt til útivistar. Nú eru ekki nema rétt um tveir mánuðir í að laxinn byrji og þá …

Páskafrí

Kæru veiðimenn, Við skellum okkur nú í páskafrí og skrifstofan verður lokuð fram á þriðjudaginn 03.04. Við minnum á að vefsalan er alltaf opin! Hafið það sem allra best um páskana og munið að veiðin byrjar þann 01.04. Allir út að veiða! Starfsfólk Lax-Á     

Stórkostlegur maður er sjónum okkar horfinn. Kiddi 12.janúar 1955 – 14.mars 2018.

Kiddi okkar hefur kvatt þessa jarðvist. Hann lést 14.mars s.l. eftir erfiða baráttu við krabbamein. Kiddi var ótrúlega æðrulaus og duglegur, fór í ferðir fram eftir hausti bæði í veiði og til útlanda, þrátt fyrir mikil veikindi. Þessi styrkur var kannski einmitt það sem gerði það að verkum að við trúðum því ekki að hann yrði kvaddur á braut svo …