Fréttir úr veiðinni

Við fengum glóðvolgar fréttir frá Þorleifi tíðindamanni okkar við Djúp. Hann gerði sér ferð og kannaði Hvannadalsá og varð var við lax á nokkrum stöðum.  Hann sá 6-8 laxa í Djúpafossi og nokkra neðarlega í rennunni í Imbufossi. Þegar hann ætlaði að renna á þá skaust einn undan fryssinu á fluguna, þeir geta verið lúnknir laxarnir í Hvannadalsá að fela …

Fréttamolar úr veiðinni

  Laxinn í Ásgarði í Soginu er búinn að láta bíða tölvuert eftir sér en um liðna helgi lét hann loks sjá sig í nokkru magni. Tómas var í Ásgarði ásamt fjölskyldu um helgina ásamt fjölskyldu  og lenti á flottri göngu. Tómas veiddi í nokkra nýrunna laxa og landaði auk þess á þriðja tug af vænum bleikjum. Langadalsá og Hvannadalsá …

Af Leirvogsá

Leirvogsá opnaði fyrir nokkru og hafa verið að veiðast 1-4 laxar á dag frá opnun. Veiðin væri að ölum líkindum mun meiri væri maðkur leyfður. Á móti kemur að meira verður eftir af laxi í ánni flestum til ánægju. Stórt hlutfall af veiddum laxi hingað til hefur verið sleppt aftur. Laxinn var lítið dreifður um ána í upphafi en mest …

Af Svartá og Blöndu

Svartá opnaði þann fyrsta júlí síðastliðinn og fékk opnunarhollið einn lax og missti nokkra. Hollið á eftir þeim fékk sex laxa. Allir fiskarnir hingað til hafa verið teknir í Ármótum en fiskur var misstur í Brúnahyl í uppánni. Enn kroppast misvel eftir dögum úr Blöndu, flest svæði eru að gefa fisk alla daga en mismikið. Á svæði eitt er farið …

Bongó byrjun í Stóru Laxá

Veiðin í Stóru Laxá hófst með fljúgandi krafti í síðustu viku, Svæði fjögu opnaði fyrst og skilaði 40 löxum í opnun. Næst var röðin komin að svæði 1&2 en þar var líka bullandi líf og 46 laxar komu á land í opnunarhollinu. Síðast þegar við fréttum var svo búið að veiða 15 laxa á tvær stangir á svæði þrjú. Vel …

Fréttaskot úr Djúpi

Við heyrðum frá ánum okkar við Djúp – Langadals og Hvannadalsá. Í Langadalsá veiddi hollið sem hætti veiðum 1. Júlí einn lax á land en setti í fleiri. Þeir settu í risafisk í Kirkjubólsfljóti sem sleit 22 punda taum eins og tvinna.  Áin er með þessu komin í 6 laxa og við bíðum eftir fyrstu stóru göngunum. Hvannadalsá er í …

Opnun í Stóru Laxá 1&2

Svæði 1&2 í Stóru Laxá var opnað í morgun. Á fyrstu vakt komu 4 laxar á land og fjölmargir misstir, þar af eitt tröll sem sleit teuminn eins og tvinna. Laxarnir veiddust í Kálfhaga, Bergsnös og Ófærustreng.  Spennadi verður að heyra hvernig restin af opnuninni fer en það er víst að Stóra Laxá er aldeilis að sýna lit þessa fyrstu …

Frábær opnun í Stóru Laxá

Svæði fjögur í Stóru laxá opnaði í gær og voru menn nötrandi af spenningi fyrir opnun enda hafði hellingur af laxi sést í ánni. Og opnunin brást ekki, menn voru með hann á um alla á. Fyrsta heila daginn í veiði veiddust 25 laxar á stangirnar fjórar og fjölmargir misstir. Menn voru mikið að hitsa og laxinn var sólginn í …

Losnuðu flottar stangir

Vegna forfalla voru að losna hjá okkur mjög áhugaverðar stangir. Ein stöng var að losna í Eystri Rangá í heilan dag þann 04.07. Stöngina má finna í vefsölu hér: Eystri Rangá vefsala Svo voru að losna allar stangirnar á gulltíma í Blöndu II. Stangirnar má finna í vefsölu hér: Blanda II vefsala Við erum með óstaðfestar fréttir að 16 stórlaxar hafi …

Opnanir í Langadalsá, Leirvogsá og Tungufljóti

Árnar okkar opna nú í röðum og nú um helgina opnuðu þær nokkrar, allar með laxi. Í Langadalsá við djúp komu fjórir laxar á land. Flott vatn var í ánni og aðstæður allar hinar bestu, smálaxinn virðist ekki farinn að sýna sig að marki, enda ekki von svona snemma. Í Leirvogsá komu tveir fiskar á land á opnunarvaktinni, báðir úr …