Losnaði flottur dagur í Stóru 1&2

Vegna forfalla var að losna hjá okkur einn dagur á svæði 1&2 – 20-21.09. Rigning er í kortunum svo þetta gæti orðið veisla Daginn má finna hér: Vefsala Stóra 1&2 Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is   

Stuð í Tungufljóti

Tungufljót heldur áfram að gefa og eru að koma á land þetta 2-6 fiskar flesta daga.  Á morgunvaktinni í gær komu þrír fiskar á land og þar af einn 89cm sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Í heildina eru komnir 169 fiskar úr fljótinu.  Veiðikveðja  Jóhann Davíð – jds@lax-a.is 

Stóra Laxá að hrökkva í gang?

Stóra Laxá var orðin illa þjáð af vatnsskorti sem aftur háði veiðiskap. Nú loks gerði rigningu síðustu daga og þá var ekki að sökum að spyrja að veiðin tók við sér á öllum svæðum. Leiðsögumaður á okkar vegum skannaði alla ána og sagi okkur aðþað væri líf á mörgum stöðum.  Þeir eyddu einni kvöldstund á svæði 1&2 og fengu fjóra …

Blanda komin á yfirfall

Ágætu veiðimenn, Blanda er komin á yfirfall. Við fengum neðangreinda tilkynningu frá Landsvirkjun í morgun þann 29.08. Hætt er við að veiðar á öllum svæðum verði erfiðar fyrstu dagana í framhaldi. Yfirleitt sjatnar áin eitthvað á nokkrum dögum. Allt löglegt agn er nú leyfilegt á öllum svæðum þar til áin dettur aftur af yfifalli. Uppfært 30.08. Blanda er ekki lengur …

Af Hvannadalsá og Miðdalsá

Við fengum senda eftirfarandi skýrslu frá Arnóri Guðmundssyni sem kíkti í Miðdalsá og Hvannadalsá nýlega:  Það var sæmilegt vatn í miðdalsánni og mátti sjá sjá bleikjur um víð og dreif um ánna , mikið fjör var í neðsta hylnum á flóðinu og tímaspursmál hvenar hún búnkar sig upp ánna, fengun nokkar bleikjur og höfðum gaman af. Hvannadalsá, ekki var mikill …

Fréttir af Blöndu

Blanda er enn að gefa svolítið. Við tókum stöðuna á ánni og það kemur líklega ekki á óvart en svæði 4 er að gefa best og það bara allt í lagi veiði. Í gærkveldi tóku menn þrjá á svæðinu og svo tvo í morgun. Neðri svæði eru nokkuð vatnsmikil og er litur á ánni vegna þess að allar vélar virkunarinnar …

Af vatnsleysi og veiðiskap

Við höfum verið að hlera menn á okkar veiðisvæðum og eitt helsta umkvörtunarefnið víðast er vatnsleysi. Margar ár eru komnar algerlega ofan í grjót sem gerir veiðar krefjandi og erfiðar. Til að mynda er Leirvogsá illa haldin af vatnsskorti og gengur illa að fá fiskinn til að gína við flugunni. Þar gæti orðið veisla þegar loks fer að rigna þar …

Tungufljót er að gefa

Ágætis veiði hefur verið í Tungufljóti og er svæðið nú komið í 82 laxa. Við heyrðum í veiðiverðinum sem tjáði okkur að tveir hefðu komið á morgunvaktinni í dag og fengust þeir báðir í Faxa. Veiðimennirnir reyndu líka fyrir sér í gljúfrinu og þar var einn misstur. Síðustu daga hafa komið þetta tveir til þrír laxar á dag, ekkert mok …

Af Blöndu, Svartá og ótímabærum fréttum af yfirfalli

Fyrst ber að nefna að alls ótímabærar fréttir víða hafa borist af yfirfalli í Blöndu. Hið rétta er að yfirfall er ekki hafið, vissulega er hátt í lóninu en síðustu daga hefur hækkað mjög hægt í því. Yfirfall gæti orðið næstu daga eða jafnvel vikur en erfitt er að spá því með vissu, það fer algerlega eftir veðurfari og almennri …

Blanda stefnir í yfirfall

Ágætu veiðimenn, Það ber vel í veiði hjá Landsvirkjun þar sem öll lón þeirra á landinu eru við það að fyllast og þar á meðal Blöndulón. Þetta eru ekki eins góðar fréttir fyrir veiðimenn þar sem áin verður erfiðari til veiða þegar yfirfallið skellur á.  Við vildum benda á að allar agn og stærðar takmarkanir falla úr gildi þegar áin …