Stóra Laxá að hrökkva í gang?

Eins og menn vita getur Stóra Laxá oft gefið ævintýralega veiði á haustin þegar laxinn gengur upp ánna úr Hvítá.  Skilyrði þurfa öll að vera hin ákjósanlegustu til að laxinn hreyfi sig úr jökulvatninu, það þarf að rigna hressilega.  Í vikunni gerði álitlegar bunur og líf færðist í ána. Árni Baldursson tók til að mynda 7 stykki í beit úr …

Stóra Laxá svæði IV- Lausar stangir

Kæri veiðimenn,   Það losnuðu hjá okkur nokkarar stangir í Stóru Laxá svæði fjögur í september. Við viljum vekja sérstaka athygli á dögunum 17-20.09 sem er frábær tími á svæðinu. Stangirnar má nálgast hér í vefsölunni: Stóra Laxá  Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

Fréttir af Hallá

Hallá á Skagaströnd á sér dyggan aðdáendahóp og halda margir tryggð við ánna ár eftir ár. Hún leynir á sér áin og oft má fá þar glettilega góða veiði.  Við heyrðum nýlega veiðitölur úr ánni og er áin nú komin yfir 80 veidda laxa. Hallá er nær oftast með sumarveiði á bilinu frá 100-200 laxa og fer hún líklega léttilega …

Fréttir úr Ísafjarðardjúpi

Árnar okkar við Djúp – Langadals og Hvannadalsá hafa verið í ágætu formi í sumar. Nú er Langadalsá komin í um 180 laxa og Hvannadalsá í um 70. Holl sem var við veiðar í Langadalsá 7-10.08 lönduðu 20 löxum og voru það mest nýr smálax, sumir lúsugir.    Lýður Óskar Haraldsson var við veiðar í Hvannadalsá og sendi okkur eftirfarandi …

Blanda komin á yfirfall!

Kæru veiðimenn, Við höfum því miður haft fregnir af því að Blanda er komin á yfirfall. Eftir nær stanslausar rigningar í sumar fylltist lónið og því seitlar nú fram yfir.  Líklegt er að áin verði erfið til veiða fyrst eftir yfirfall en á móti kemur að nú má nota allt löglegt agn á öllum svæðum.     

Blöndulón að fyllast og yfirfall væntanlegt!

Blanda, Blöndlón, Salmon fishing in Iceland, Laxveiði, lax-a.is

Eftir hita, rigningar og rok síðustu daga hefur innrennsli Blöndu í Blöndulón tvöfaldast. Þegar þetta er skrifað er vatnshæð í Blöndulóni 477,73 m.y.s og vatnsmagn 397Gl. Yfirfall er í 478,00 m.y.s og þá vatnsmagn 412Gl. Á síðustu sólahringum hefur innrennsli verið um 6-7Gl. og aðeins 16 Gl. eftir í yfirfall.  Þegar áin er komin á yfirfall er allt agn leyfilegt …

Fullt af laxi í Tungufljóti!

Salmon fishing in Iceland, laxveiði í íslenskri á, lax-a.net

Óskar Örn og Sindri Már voru við veiðar í Tungufljóti í gær og lentu heldur betur í ævintýri. Þeir félagarnir lönduðu hvorki meira né minna en átta löxum og misstu einn. Tvær fallegar 75 cm hrygnur fóru í klak og er óhætt að segja að Tungufljótið sé komið í gang. “ Laxinn var á í hverju kasti í fossinum og …

26 laxar úr Svartá!

Svartá í Svartárdal, laxveiði, lax-a.is

Daganna 23 – 27.júlí síðastliðna veiddust 26 laxar í Svartá í Svartárdal og sáu menn töluvert af fiski þar. Langmest af fisknum var silfraður smálax og nokkrir lúsugir. 16 laxar veiddust í dalnum en restin í Ármótunum og á Hólmabreiðunni. Þetta er mikið fagnaðarefni og vonandi gengur hollinu sem er að byrja veiðar í dag jafn vel. Hér má finna …

Langadalsá komin í gang!

Laxveiði, Kirkjubólsfljót, salmon fishing, lax-a.is

Veiðimenn kunnugir Langadalsá í Ísafjarðardjúpi voru við veiðar í tvo daga um síðustu helgi og veiddu 15 laxa. Mest af laxinum veiddist upp í dal og ekkert fyrir neðan veiðihús og niður í ós. Allur fiskurinn sem veiddist var nýgengin og silfurbjartur. Laxinn var á mörgum stöðum í ánni og telja þessir menn sem gjörþekkja ánna að hún fari í …

Góður gangur í Hallá!

Hallá, Húnaflói, Iceland, salmon fishing, lax-a.is

Tveggja stanga áin Hallá sem rennur í Húnaflóa, hefur verið að gefa góða veiði undanfarna daga. Tveir menn sem veiddu hana í þrjá daga í síðustu viku lönduðu hvorki meira né minna en tólf löxum. Gott vatn er í ánni og töluvert af laxi að ganga. Selst hefur vel í þessa fallegu á, en fyrir þá sem vilja tryggja sér …