Fullt af laxi í Tungufljóti!

Salmon fishing in Iceland, laxveiði í íslenskri á, lax-a.net

Óskar Örn og Sindri Már voru við veiðar í Tungufljóti í gær og lentu heldur betur í ævintýri. Þeir félagarnir lönduðu hvorki meira né minna en átta löxum og misstu einn. Tvær fallegar 75 cm hrygnur fóru í klak og er óhætt að segja að Tungufljótið sé komið í gang. “ Laxinn var á í hverju kasti í fossinum og …

26 laxar úr Svartá!

Svartá í Svartárdal, laxveiði, lax-a.is

Daganna 23 – 27.júlí síðastliðna veiddust 26 laxar í Svartá í Svartárdal og sáu menn töluvert af fiski þar. Langmest af fisknum var silfraður smálax og nokkrir lúsugir. 16 laxar veiddust í dalnum en restin í Ármótunum og á Hólmabreiðunni. Þetta er mikið fagnaðarefni og vonandi gengur hollinu sem er að byrja veiðar í dag jafn vel. Hér má finna …

Langadalsá komin í gang!

Laxveiði, Kirkjubólsfljót, salmon fishing, lax-a.is

Veiðimenn kunnugir Langadalsá í Ísafjarðardjúpi voru við veiðar í tvo daga um síðustu helgi og veiddu 15 laxa. Mest af laxinum veiddist upp í dal og ekkert fyrir neðan veiðihús og niður í ós. Allur fiskurinn sem veiddist var nýgengin og silfurbjartur. Laxinn var á mörgum stöðum í ánni og telja þessir menn sem gjörþekkja ánna að hún fari í …

Góður gangur í Hallá!

Hallá, Húnaflói, Iceland, salmon fishing, lax-a.is

Tveggja stanga áin Hallá sem rennur í Húnaflóa, hefur verið að gefa góða veiði undanfarna daga. Tveir menn sem veiddu hana í þrjá daga í síðustu viku lönduðu hvorki meira né minna en tólf löxum. Gott vatn er í ánni og töluvert af laxi að ganga. Selst hefur vel í þessa fallegu á, en fyrir þá sem vilja tryggja sér …

102 cm lax úr Svartá!

102 cm laxinn hans Gunnlaugs II, lax-a.is

Hinn kunni veiðimaður Gunnlaugur í Heydölum var við veiðar í Svartá í Svartárdal um daginn og setti í risalax mjög ofarlega í dalnum. Hann náðist á smáan Bismó. “ Ég naut aðstoðar Guðmundar Ólasonar frá Hrólfsstöðum í Jökuldal, en hann er veiðistjóri í Jöklu og hefur séð nokkra risa um ævina. Án hans aðstoðar hefði ég aldrei getað landað þessum …

Fréttir af Hvannadalsá

Hvanndalsá, salmon fishing, lax-a.is

Við fengum sent skeyti frá Odd Þorra sem var við veiðar í Hvannadalsá sem var svohljóðandi: „Við vorum í Hvanndalsánni laugardag til sunnudag og fengum sjö laxa á þremur vöktum. Allir nýgengnir með lús og það var talsvert af laxi í Árdalsfossi/Sjávarfossi að stökkva og sýna sig. Þurftum að nota maðkinn þar en tveir tóku flugu í Árdalsfljóti þar fyrir …

Góð veiði í Eystri

Mokveiði í Eystri, 2018, lax-a.is

Veiðin í Eystri hefur verið góð síðustu daga og hafa dagarnir verið að skila allt að 50 löxum. Fyrir hádegi í dag virðist svo stór ganga hafa komið inn þar sem 38 laxar komu á land og margir misstir. Við gætum því séð fyrsta 70+ laxa daginn í dag ef fram heldur sem horfir á seinni vaktinni.  Við eigum enn …

Forfallastangir í Eystri Rangá næstu daga

Vegna óvæntra aðstæðna forfallaðist viðskiptavinur sem átti að veiða í Eystri Rangá næstu daga. Við höfum því sett veiðileyfin í vefsöluna á algerlega frábærum kjörum.  Ágætis gangur er í ánni og eru að koma 20 plús laxar á land flesta daga. Verðið á næstu dögum er frá 40-69 þúsund og er þá veiðileyfi og fæði og gisting fyrir einn innifalin.  …

Frábær veiði í Ásgarði!

Frábær veiði í Ásgarði, laxveiði, lax-a.is

Ásgarður var lítið stundaður í upphafi tímabils og því kom eðli málsins samkvæmt engin lax á land fyrstu vikuna sem svæðið var opið.  Árni Baldursson kíkti þar einn seinnipart til að athuga stöðuna á svæðinu. Og staðan var góð, mjög góð, og það var bullandi líf út um allt.  Árni setti í sextán laxa og landaði fimm á  fjórum klukkutímum.  …

Opnun Stóru Laxár 1&2

Neðri svæði í stóru Laxá frá 1-3 opnuðu þann 01.07. Gríðarlegt vatn tók á móti veiðimönnum og höfðu menn ekki séð annað eins svona snemmsumars og minnti þetta einna helst á mikið og gott haustvatn.  En laxin var þarna þó svo að hann væri kannski ekki á hefðbundnum tökustöðum. Þannig tók Árni Baldursson sjö í beit í Langabakka en sá …