Fréttir af Hvannadalsá

Hvanndalsá, salmon fishing, lax-a.is

Við fengum sent skeyti frá Odd Þorra sem var við veiðar í Hvannadalsá sem var svohljóðandi: „Við vorum í Hvanndalsánni laugardag til sunnudag og fengum sjö laxa á þremur vöktum. Allir nýgengnir með lús og það var talsvert af laxi í Árdalsfossi/Sjávarfossi að stökkva og sýna sig. Þurftum að nota maðkinn þar en tveir tóku flugu í Árdalsfljóti þar fyrir …

Góð veiði í Eystri

Mokveiði í Eystri, 2018, lax-a.is

Veiðin í Eystri hefur verið góð síðustu daga og hafa dagarnir verið að skila allt að 50 löxum. Fyrir hádegi í dag virðist svo stór ganga hafa komið inn þar sem 38 laxar komu á land og margir misstir. Við gætum því séð fyrsta 70+ laxa daginn í dag ef fram heldur sem horfir á seinni vaktinni.  Við eigum enn …

Forfallastangir í Eystri Rangá næstu daga

Vegna óvæntra aðstæðna forfallaðist viðskiptavinur sem átti að veiða í Eystri Rangá næstu daga. Við höfum því sett veiðileyfin í vefsöluna á algerlega frábærum kjörum.  Ágætis gangur er í ánni og eru að koma 20 plús laxar á land flesta daga. Verðið á næstu dögum er frá 40-69 þúsund og er þá veiðileyfi og fæði og gisting fyrir einn innifalin.  …

Frábær veiði í Ásgarði!

Frábær veiði í Ásgarði, laxveiði, lax-a.is

Ásgarður var lítið stundaður í upphafi tímabils og því kom eðli málsins samkvæmt engin lax á land fyrstu vikuna sem svæðið var opið.  Árni Baldursson kíkti þar einn seinnipart til að athuga stöðuna á svæðinu. Og staðan var góð, mjög góð, og það var bullandi líf út um allt.  Árni setti í sextán laxa og landaði fimm á  fjórum klukkutímum.  …

Opnun Stóru Laxár 1&2

Neðri svæði í stóru Laxá frá 1-3 opnuðu þann 01.07. Gríðarlegt vatn tók á móti veiðimönnum og höfðu menn ekki séð annað eins svona snemmsumars og minnti þetta einna helst á mikið og gott haustvatn.  En laxin var þarna þó svo að hann væri kannski ekki á hefðbundnum tökustöðum. Þannig tók Árni Baldursson sjö í beit í Langabakka en sá …

Af opnun Svartár og fréttir af Hallá

Svartá opnaði þann fyrsta júlí og skilaði opnunarhollið fimm löxum.  Þrír laxarnir voru stórlaxar á bilinu 82-86 cm og tveir voru smálaxar. Einnig voru veiðimenn að landa fallegum og stórum sjóbirtingum. Hallá hefur verið í ágætum gír frá opnun. Júlíus Magnússon var þar ásamt föruneyti og landaði hollið fjórum löxum. Tveir voru stórlaxar og tveir smálaxar, margir láku einnig af …

Af Langadalsá 2018

Vinir Langadalsár halda úti frábærri Facbook síðu þar sem þeir færa okkur fréttir af veiðinni. Þar ber að líta svohljóðandi frétt: „Fyrsti lax ársins var veiddur í Langadalsá þann 28.6. en þá veiddist 69 cm hængur í Efra-Brúarfljóti (8) á Black Ghost. Í morgun veiddust 5 laxar á neðsta svæðinu eða 3 laxar við Neðri-Brúarfljót (27) og 2 laxar á …

Af Blönduveiðum

Blanda er í fínum málum þessa dagana og hefur veiðst ágætlega á flestum svæðum. Júlíus Magnússon var að klára túr á svæði 2 og hafði tíu laxa upp úr krafsinu, vel veiðist flesta daga á svæði eitt og eitthvað er um að smálax sé farinn að ganga en við bíðum enn eftir kraftmeiri göngum. Blanda 4 er að gefa lax …

Flott veiði í Hallá!

Hallá er í frábæru vatni og segir veiðimaður sem hefur veitt þar í mörg ár að hann hafi aldrei séð hana svona flotta. Sá hinn sami var við veiðar síðustu daga. Varð ekki var við lax fyrsta daginn en þann næsta, eftir háflóðið, hafi laxinn bunkast inn. Hann landaði fimm löxum og missti átta stykki. Fjórir af þessum fimm sem …

Hvannadalsá að gefa

Við fengum fréttaskot úr Djúpi og hann virðist vel mættur í Hvannadalsá. Ágúst Heimir var að veiða ána síðstu daga og lenti í ágætri veiði.  Hann setti í fjóra laxa í Djúpafossi og Árdalsfljóti og landaði tveimur glæsilegum fiskum og var annar þeirra 94cm hængur sem sést á meðfylgjandi mynd.  Við vonum að nú sé líf að færast í Djúpið …