Leirvogsá sjóbirtingur!

Hann Heimir Þór Gíslason var fyrsti viðskiptavinurinn sem fékk að bleyta færi í vorveiðinni í Leirvogsá. Það gekk ljómandi vel hjá honum miðað við aðstæður og við gefum honum orðið: „Við fórum félagarnir í Leirvogsána í gær. Það gekk á með hávaðaroki og úrhellisrigningu framan af degi og fram yfir hádegið. Við náðum þó fjórum fiskum og vorum mjög sáttir …

Laus holl í Blöndu 2

Við minnum á að það losnuðu ákaflega flottir dagar í Blöndu II 6-12.07. Sami maður hefur haft þessa daga undanfarin ár og þeir því ekki í sölu fyrr en nú. Stangarverð er einungis kr. 33.500 með gistingu í Móbergi. Hægt er að tryggja sér stöng með því að smella hér: Blanda II Veiðikveðja  Jóhann Davíð – jds@lax-a.is     

Ásgarður kominn í vefsölu

Við vorum að henda lausum dögum í Ásgarði inn í vefsöluna og má þar finna marga góða bita.  Eftir afar magurt ár 2017 gekk veiðin vonum framar í Ásgarði 2018 og vonum við að sjálfsögðu að sú uppsveifla sé komin til að vera.  Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði og er það veitt með þremur stöngum sem seljast saman. Sú nýbreytni hefur …

Blanda IV öll komin á netið

Veið vorum að setja inn í vefsöluna allt sem eftir er á svæði 4 í Blöndu í sumar. Við vekjum athygli á flottum dögum 10-12.07 og svo er hægt að gera frábær kaup síðla sumars þegar svæðið er selt án veiðihúss.  Blanda 4 er efsta svæðið í Blöndu og er það gerólíkt hinum svæðunum þar sem áin er blátær þarna …

Losnuðu flottir dagar á Svæði II í Blöndu

Vegna forfalla hjá erlendum veiðimanni voru að losna flottir dagar á svæði II í Blöndu.  Dagarnir sem um ræðir eru 7-13.07 sem er frábær og ódýr tími á svæði 2. Þarna sjá menn um sig sjálfir í mat og drykk í veiðihúsinu Móbergi.  Hér má sjá dagana og ganga frá kaupum í vefsölunni: Blanda 2 Einnig er hægt að hafa …

Stóra Laxá komin í vefsölu!

Grænland veiðibúðir lax-a.

Við vorum að skella öllum svæðum í Stóru Laxá inn í vefsöluna hjá okkur. Stóra Laxá er einstök veiðiá sem hefur alltaf átt sinn aðdáendahóp og þar má finna marga af fallegustu veiðistöðum á landinu.  Hér má skoða laus veiðileyfi í Stóru Laxá: Vefsala Frábær holl á lausu á öllum svæðum! Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is  

Vorveiði í Leirvogsá 2019

Við höfum nú sett í sölu afar spennandi kost í vorveiðinni en um er að ræða sjóbirtingsveiðar í Leirvogsá.  Lengi hefur verið vitað að Leirvogsá geymir góðan stofn af sjóbirting og hafa menn í gegn um árin fengið fanta flotta birtinga allt upp í 15 pund. Vorið 2018 var farið af stað með tilraunaveiðar á sjóbirting í ánni og var …

Opnun River Dee 2019

Laxveiðar í ánni Dee í Skotlandi hófust að morgni fyrsta dags febrúarmánaðar. Óhætt er að segja að aðstæður voru ekki upp á marga fiska, hiti undir frostmarki og áin að mestu í klakaböndum.  Enda fór það svo að ekkert veiddist fyrsta daginn og menn voru meira að vinna í viskídrykkju innandyra en ísbroti í suddanum. Aðstæður breyttust þó til hins …

Flottir dagar á lausu í Stóru Laxá

Við eigum nokkur flott holl eftir á lausu í Stóru Laxá og tókum saman hér fyrir neðan þau álitlegustu. Stóra Laxá – 1&2 8-10.07 , 17-19.07, 1-5.08, 26-29.08 Stóra Laxá 3 3-8.07, 24-28.07, 14-19.08, 5-9.09, 17-20.09, 24-27.09 Stóra Laxá 4 8-13.07, 19-22.07, 7-12.08, 5-10.09, 18-20.09, 24-26.09. Hægt er að kaupa minnst einn dag í senn og tvær stangir að lágmarki. …

Jólakveðja frá Lax-Á

Kæru vinir, Starfsfólk Lax-Á óskar ykkur gleðilegra jóla og þakkar ánægjuleg samkipti og góðar veiðiminningar á árinu sem er að líða. Megi nýja árið vera ykkur farsælt og gefa ykkur góðar stundir við árbakkann. Skrifstofa Lax-Á er lokuð á aðfangadag og opnar aftur þann 27.12. Starfsfólk Lax-Á