Fréttir af Hallá

Hallá á Skagastönd er skemmtileg lítil tveggja stanga á sem skilar yfirleitt alltaf sínu á hverju sumri.  Áin hefur ekki verið mikið stunduð undanfarið en þar er samt greinilega lax. Stefán Sveinsson frá Skagaströnd kíkti í gær og lenti í flottri veiði og tók nokkra nýgengna laxa.  Magnús fór í ána í sína árlegu veiðiferð fyrr í sumar og veiddi …

Flottur dagur í Blöndu!

Þrettán laxar veiddust á svæði eitt í Blöndu í gær og þrír laxar á svæði 3.  Ágætis veiði hefur verið á svæði eitt en efri svæði hafa því miður ekki verið sérlega sterk í sumar. Við erum að vona að hann fari nú að ganga af auknum krafti upp eftir.  Við eigum daga í Blöndu á næstunni á góðum kjörum …

Vin í eyðimörkinni!

Þetta hefur vægast sagt verið ótrúlega skrýtið sumar í laxveiðinni og við erum að sjá tölur úr flestum ám sem engin fordæmi eru fyrir. Við skulum vona að við þurfum aldrei aftur að upplifa svona ár þar sem fer saman geigvænlegur vatnsskortur og laxleysi. Úr þessu er eingöngu hægt að vona að veislan skelli á þegar fer að rigna að …

Eystri Rangá í góðum gír.

Eystri Rangá er í góðum gír og er veiðin þar mjög góð. Síðasta vika einkenndist af miklum hitum og var Eystri mjög lituð á þessum tíma. Nú er áin að hreinsa sig og búast menn við mikilli veiði næstu daganna. Blanda átti líka góða viku og vonandi fer að komast meiri kraftur í hana. Við eigum nokkrar stangir um næstu …

Nýjustu veiðitölur – Eystri Rangá frábær.

Birtar voru nýjustu veiðitölur á www.angling.is í morgun og það er gaman að sjá hversu vel gengur í Eystri Rangá. Staðan þar er betri en á sama tíma í fyrra en það er einstakt þetta sumarið. Við vorum að setja inn stangir til sölu í Eystri Rangá í vefsöluna okkar meðal annars um Verslunarmannahelgina. Um að gera að stökkva á …

Bíngó bongó í Eystri Rangá

Það hefur líklega ekki farið fram hjá flestum að þetta sumar ætlar hreint ekki að gefa vel í laxveiðinni. Þó eru á því undantekningar sem betur fer og ein þeirra er Eystri Rangá.  Veiðin í Eystri hefur verið fantafín síðustu daga og er smálax að hrannast inn en mikið er einnig af vænum fiskum upp í og yfir meterinn.  Undirritaður …

Lifnar yfir Stóru Laxá

Grænland veiðibúðir lax-a.

Heldur hefur verið rólegt yfir veiðunum í Stóru Laxá enda hamfaravatn í ánni að því leiti að hún svo ákaflega vatnslítil. Hann Arnar Jón var að ljúka veiðum á svæði 4 og sá seinasta morguninn göngu skríða inn, stóra jafnt sem litla. Sjö nýjir fiskar voru á pallinum og þrír nýjir í gær, fiskur í Skerinu og fiskur að ganga …

Frábært tilboð í Eystri Rangá!

Eystri Rangá er ein besta áin á landinu þessa dagana og hefur hún skilað á bilinu 30-40 löxum á dag undanfarið. Og mikið af þessu eru stórir boltar allt upp í 103 cm sem hafa veiðst. Vegna afbókunnar eigum við nokkrar stangir í næstu viku sem við ætlum að bjóða á frábæru verði eða 69-79 þús stöngin á dag og …

Fréttamolar héðan og þaðan

Vatnskortur er að hrjá margar árnar þessa dagana eins og veiðimenn hafa líklegast heyrt af. Þó eru nokkrar ár sem aldrei eiga í vandræðum með vatnsbúskap eins og Rangárnar, Blanda og Sogið.  Ásgarður í soginu opnaði þann 1.07 og hafði opnunarhollið þrjá laxa úr ánni en misstu alveg helling þar sem tökur voru grannar.  Leirvogsá er þegar þetta er ritað …

Af metlöxum úr Blöndu

Hinn geðþekki gæd í Blöndu – Þorsteinn Hafþórsson tjáði mér í gærkveldi að tveir 98 cm laxar hefðu veiðst á svæði eitt í Blöndu með skömmu millibili. Hann sendi mér svo mynd af öðrum þeirra sem mér fannst heldur rýr og sumir töldu þetta hoplax þegar þeir sáu mynd af honum. En sú er aldeilis ekki raunin. Laxinn var mældur …