Íslenskir Leiðsögumenn ….

Ég fullyrði að Íslenskir Leiðsögumenn séu þeir bestu í heimi , ég hef farið til veiða um víða veröld og ég hef samanburðinn. Þessir dreingir eru galdramenn , þvílík elja og dugnaður , viskubrunnar.. þeir vita hreinlega allt um laxinn í ánni sinni , þekkja þá nánast með nafni alla saman. Að taka Íslenskann leiðsögumann með sér í veiði í nokkra daga er besta veiði fjárfesting sem til er. Þessa daga notar þú til að bæta fluguköstin þín , velja flugur eftir aðstæðum og línur eftir vatnshæð , tauma efni osfr , læra að lesa vatnið og legustaði fiskana eftir vatnshæð … þetta er bara endalaus lærdómur , ekki skemmir fyrir að þessir dreingir tryggja hámarks árangur í veiðinni. Þetta er svona short cut … þú lærir að sjúga úr þeim margra áratuga visku á nokkrum dögum .. það sem mundi kannski taka fjölmörg ár að læra. Það að koma í Kóngsbakkan í Stóru Laxá 1 og 2 … 300 metra Langur hylur … og það er hvíslað í eyrað þitt .. birjaðu 2 metrum fyrir ofan vörðu no 3 og endaðu 5 metrum fyrir ofan vörðu no 4 … og bang hann er á , hérna ertu að nýta tímann algerlega í botn! Eða fara upp í Flatastreing sem er 400 metra langur en bara smá nánast ósýnileg ólga á allri breiðunni .. og það er hvíslað .. þetta eru bara 8 metrar 10 köst … og hann er á , síðan sagt .. búið við erum farnir !! Þeir vita hvar þeir liggja … þessir dreingir gefa þér svo mikið sjálfstraust í veiðinni … það er bara eingu líkt ! Ég mæli með Íslenskum leiðsögumönnum þeir eru hverrar krónu virði. Það geta nokkrir deilt einum slíkum og deilt kostnaði , EN það er líka mjög verðmætt að gera vel við sig og splæsa í privat leiðsögumann og fá alla viskuna út úr honum beint í æð. Næst þegar þú kemur á sömu veiðislóðir verður þú svo afslappaður … þú veist svo mikið .. ekki allt en mikklu mikklu meira en áður og nú ferðu að feta stíginn flókna og gera trikkin sjálf/ sjálfur !!! Laxveiðin er flókin og göfugt sport , við verðum aldrei útskrifuð úr þessum skóla en við verðum betri og betri og þegar við höldum að við höfum náð takmarkinu að fullkomnun þá komumst við að því aftur og aftur að við eigum langt í land , þess vegna er Laxveiði mest krefjandi íþrótt sem til er!