Norðurá I

Norðurá hefur í gegn um tíðina verið einhver gjöfulasta laxveiðiáin á Íslandi. Norðurá á sér ríka sögu veiða og var hún fyrst uppgötvuð sem veiðiá ef svo má segja af breskum aðalsmönnum á nítjándu öldinni.

Norðurá hefur átt sér sérstakan sess í hjarta íslenskra veiðimanna og ber hún heitið: “fegurst áa” með miklum sóma.

Vatnasvæði Norðurár er gríðarvíðfemt en hún á upptök í Holtavörðuvatni 62 km frá sjó og telst vatnasvið árinnar vera 518 km. Fossarnir Laxfoss og Glanni voru lengi farartálmi laxa en nokkuð er síðan gerður var fiskistigi í Laxfoss og sprengt við Glanna til að greiða för. Eftir þetta á laxinn greiða leið allt upp að Holtavörðuheiði.

Veiðimenn ATH

Veiðimenn eru skyldugir að sleppa öllum  stórlaxi 70 cm plús.

Kvóti: Einn smálax á stöng á vakt

Staðsetning:  Vesturland, um 80 km frá Reykjavík.

Veiðisvæði Norðurár I tekur breytingum yfir sumarið. Frá 6. júní  (hádegi) nær veiðisvæðið frá og með Kálfhyl á Stekkssvæðinu og upp að brú við Fornahvamm. Frá 6. júlí  (hádegi) nær veiðisvæðið frá Engjanefi við Munaðarnes til og með Hvammsleiti. Frá 1. september og til loka veiðitímans 8. sept. nær veiðisvæðið frá Engjanefi og að Króksfossi.

Stangarfjöldi: 12 stangir á aðalsvæði

Tímabil : 6. júní – 8. september

Seld holl/dagar: tveggja og þriggja daga holl frá hádegi til hádegis.

Daglegur veiðitími :

8–13 og 16–22 (opnun – 14. ágúst.) 8-13 og 15-21 (15.08 – 08.09)

Veiðitölur – öll áin

Veiði 2010: 2279 laxar : Veiði 2011: 2134 laxar : Veiði 2012: 993 laxar

Veiði 2013: 3351 laxar : Veiði 2014: 924 laxar : Veiði 2015: 2886 laxar

Veiði 2016: 1342 laxar : Veiði 2017: 1719 laxar : Veiði 2018: 1692 laxar

Veiði 2019: 577 laxar : Veiði 2020: ??? laxar

Meðalvigt: 6 pund.

Leyfilegt agn: Aðeins fluga með þess til gerðum stöngum.

Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 12-14”, lína 8-10.

Bestu flugur: Blue Charm, Snælda, Black & Blue, Sunray shadow, Frances, Collie Dog ,Willie Gun, Haugur og ýmsar  gáruhnútstúpur og örtúpur.

Staðhættir og aðgengi: Gott, 4×4 bílfært að langflestum veiðistöðum.

Veiðihús Norðurá aðalsvæði:

Veiðihúsið er staðsett á Rjúpnahæð með frábæru útsýni yfir veiðisvæðið.

Í húsinu er full þjónusta eins og gerist á hótelum, fæði, sængurföt og handklæði. Búið er um rúmin og skipt um handklæði daglega og séð til þess að vel fari um þá veiðimenn sem sækja Norðurá heim.

Á meðal þæginda má nefna gufubað þar sem menn geta látið líða úr sér eftir veiðidaginn. Í aðalhúsi er að finna matsal og setustofu með útsýni yfir ána. Og talandi um matsal, maturinn í Norðurá er fyrsta flokks.

Veisla í mat og drykk:

Frá og með sumrinu 2014 hefur Hákon Már Örvarsson Matreiðslumeistari, Bocuse D’Or verðlaunahafi og faglegur framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins verið fengin til að annast rekstur veiðihússins á Rjúpnaási við Norðurá. Hann hefur ríka reynslu og fjölda verðlauna í farteskinu þegar hann hefur störf við Norðurá, sem lengi hefur borðið titilinn fegurst áa. Erlendis hefur verið sagt um Hákon Má að hann komi frá landi þar sem fólk vill fá allt hið besta út úr einföldu, hágæða hráefni.

Umgengnisreglur:

Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma herbergi/hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur.

Skyldugisting með fæði: Allt tímabilið á Aðalsvæði

Veiðikort:

Veiðibók: Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Sími í veiðihúsi: 435 0098

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100 -Árni Bald – arnibald@lax-a.is