Stóra-Laxá III fellur úr Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, og fellur í Hvítá hjá Iðu, ásamt Litlu-Laxá. Hún er dragá, 90 km. löng all vatnsmikil með 512 ferkm. vatnasvið. Laxgeng er hún langt inn í Laxárgljúfur. Landslag með ánni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum.

227730_299445493509006_878665591_n

Stóra Laxá svæði III er stórkemmtilegt tveggja stanga svæði með ágætu húsi. Tilvalið fyrir minni hópa eða góða veiðifélaga. Svæði þrjú er afar krefjandi en að sama skapi skemmtilegt til veiða oft kemur aukinn kraftur í veiðina á haustdögum þegar hluti af göngunni leitar upp ána.

Svæði III nær frá Rauðuskriðum að Undirgangi, að báðum veiðistöðum meðtöldum. Veitt er á 2 stangir frá 30. júní – 30 september.

Leyfilegt agn: Eingöngu veitt á flugu með flugustöngum. Kaststangir bannaðar.

Kvóti: Einn smálax á stöng á dag, öllum laxi yfir 70cm skal sleppt.

Stangarfjöldi: Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu

207734_299445780175644_676777915_n

Veiðikort: Stóra III

Holl/dagar: Seldir eru einn eða fleiri dagar frá hádegi til hádegis.

Veiði í Stóru Laxá 2015 – 654 Laxar
Veiði í Stóru Laxá 2014 – 882 Laxar
Veiði í Stóru Laxá 2013 – 1776 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2012 – 673 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2011 – 766 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2010 – 764 laxar
Veiði í Stóru Laxá 2009 – 637 laxar

Daglegur veiðitími:
Frá klukkan 16-22 og 7-13 (30. júní – 20. ágúst).
Frá klukkan 15-21 og 7-13 (20. ágúst – 30. september)

Veiðihús:
Ágætt veiðihús með gistirými fyrir 4 veiðimenn í 2 svefnherbergjm. Veiðimönnum er heimilt að mæta í hús klukkutíma áður en veiði þeirra hefst og er skylt að skila húsinu hreinu klukkutíma eftir að veiði þeirra lýkur. Athygli er vakin á því að sængur eru í húsinu en veiðimenn leggja sjálfir til sængurföt.

Hvað er pláss fyrir marga: 4 gesti
Fjöldi herbergja: 2 tveggja manna herbergi
Kojur: Nei
Einbreið rúm:
Tvíbreið rúm: Nei
Aukadýnur: Nei
Sængur: Já 4 stk.
Eldhúsáhöld:
Grill:
Útvarp:
Heitur pottur:
Aðgerðarhús: Nei, slanga úti með aðferðarborði
Hvað þarf að taka með sér: Svefnpoka/rúmföt og baðhandklæði, tuskur, viskastykki.

Leiðarlýsing:
Veiðihúsið er í landi Hlíðar. Beygt er af Suðurlandsvegi inn á Skeiðaveg (í átt að Flúðum). Síðan til hægri inn á Þjórsárdalsveg eftir að farið er fram hjá Sandlæk. Rétt eftir að farið er yfir Kálfá er beygt til vinstri inn á Hælisveg. Ekið er framhjá Hæli og allt að bænum Hlíð. Farið er í gegnum hlaðið, fram hjá Hlíð og liggur vegurinn heim að veiðihúsinu.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ AKA VARLEGA Í GEGNUM HLAÐIÐ EN ÞAR GETA VERIÐ BÖRN OG DÝR

 Veiðibók: Er í veiðihúsinu, skylt er að skrá afla daglega.

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100

389763_299445786842310_1161232188_n524689_299446130175609_1936096816_n12030252_10154302588178636_3552542006631401382_o12017458_10154302588533636_4277071305862069943_o11224125_10154302588358636_883033508472167266_o (1)12030462_10154302588648636_3814425820738511301_o12029836_10154302588113636_8302132951370285752_o11036660_10154302588353636_8838933751325805379_o12015251_10154302588488636_776558125989869092_o602932_299446790175543_763389969_n