Veiðistaðakynning á Ásgarði

Í gær fór fram fyrsta veiðistaðakynningin á laxa- og silungasvæðinu í Sogi Ásgarði en hún var vel sótt og lærdómsrík. Næsta veiðistaðakynning í Ásgarði fer fram nk sunnudag kl. 16.00. Næsta kynning er nánast fullbókuð en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.is Ef hún verður fullbókuð er hægt að skrá sig á biðlista á …

210 silungum landað í Ásgarði

Það hefur verið framúrskarandi veiði á silungasvæðinu í Ásgarði, sem er auðvitað kærkomið sérstaklega á þessum skrítnu samfélagstímum. Bleikjurnar sem veiðst hafa flestar hverjar verið mjög stórar svo gamanið er mikið.

Veiðireglur í Ásgarði – Silungsveiði

Að gefnu tilefni höfum við ákveðið að breyta veiðireglum í silungsveiðinni í Ásgarði og verður svæðið hér eftir veiða og sleppa eingöngu.  Við vorum með hóflegan kvóta upp á eina bleikju á stöng á dag en því miður var það ekki nóg fyrir suma. Bleikjustofninn í ánni hefur verið á undanhaldi og því stígum við þetta skref til að reyna …

Stóra 4 – júnídagar!

Stóra Laxá er að jöfnu langbest í upphafi og lokum tímabils. Svæði 4 sem er efsta svæðið á sér snemmgengin stofn sem rýkur beint upp eftir þeagar hann mætir í júní. Og þetta er allt stórlax, menn hafa séð þá yfir tuttugu pundin. Undiritaður getur ekki mælt nægjanlega mikið með því að skella sér á svæði 4 í júní, byrjun …

Veiðisvæði vikunnar – Stóra 4

Veiðisvæði vikunnar að þessu sinni er Stóra Laxá – svæði 4.  Svæði fjögur í Stóru er hreint stórfenglegt laxveiðisvæði og líklega eitt það fallegsta í heimi. Svæðið veiða fjórar stangir og fylgir með gott hús með heitum potti og fimm herbergjum. Við erum að bjóða tvær stagnir á dag með húsi á verði frá 65.000 eða 32.500 kall stöngin sem …

Veiðisvæði vikunnar 17.04

Við kynnum með stolti veiðisvæði vikunnar sem er valið svæði í hverrri viku þar sem við bjóðum á góðum kjörum valin holl. Að þessu sinni er svæðið Stóra Laxá III sem er tveggja stanga svæði með fínu húsi. Vikuna 17-24.04 bjóðum við daginn með tveimur stöngum, húsið og svæðið prívat á verði frá 59.000 á dag samtals. Hægt er að …

Veiðisvæði vikunnar

Kæru veiðimenn, Með hækkandi sól og fiðring í maga ætlum við að bjóða upp á þá nýbreytni að kynna veiðisvæði vikunnar. Veiðisvæði vikunnar verður næstu viku á eftir á tilboðskjörum í vefsölunni hjá okkur. Það svæði sem ríður á vaðið er engin önnur en Ytri Rangá. Ánna þarf varla að kynna en við gerum það samt. Ytri Rangá hefur hæstu …

Gleðilega veiði!

Jæja þar kom að því, loksins er veiðitímabilið hafið! Ekki er beinlínis hægt að segja að veðrið hafi verið vormilt þennan fyrsta dag í veiði en menn létu það ekki á sig fá og klæddu sig vel. Við höfum verið að sjá fréttir af fínum aflabrögðum víðsvegar enda er sá silfraði búinn að bíða lengi eftir fyrstu flugunni. Fallegasti fiskurinn …

Deildará komin í vefsölu

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að við höfum nú sett nokkur góð holl í Deiladará á Melrakkasléttu í vefsölu. Deildará er skemmtileg þriggja stanga á með frábæru húsi þar sem menn sjá um sig sjálfir. Deildará er tilvalin fyrir stórfjölskylduna eða vinahópinn þar sem auk laxveiðanna fylgja með þrjú leyfi í silunginn sem nóg er af á svæðinu. Hér …

Norðurá komin í vefsölu!

Kæru vinir, Við höfum bætt nokkrum frábærum hollum í Norðurá á sumri komanda í vefsölu. Bæði er þar að finna holl á aðalsvæði með gisti og fæðisskyldu og einnig í Norðurá II þar sem menn sjá um sig sjálfir eins og kóngar í ríki sínu. Hægt er að skoða framboðið í Norðurá I hér: https://www.lax-a.is/voruflokkur/nordura-i/ Og hér má finna Norðurá II: …