Veiðireglur í Ásgarði – Silungsveiði

Að gefnu tilefni höfum við ákveðið að breyta veiðireglum í silungsveiðinni í Ásgarði og verður svæðið hér eftir veiða og sleppa eingöngu. 

Við vorum með hóflegan kvóta upp á eina bleikju á stöng á dag en því miður var það ekki nóg fyrir suma. Bleikjustofninn í ánni hefur verið á undanhaldi og því stígum við þetta skref til að reyna að leggja okkar að mörkum til uppbyggingar.

Þeir sem hafa keypt leyfi og sætta sig illa við nýjar reglur geta fengið endurgreitt.

Annar hefur veiðin í Ásgarði í vor verið hreint stórkostleg og vel á annað hundrað silungar veiddir. Göngum vel um ána svo að við getum áfram haft gaman við veiðarnar.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is