Laus holl í Deildará

Deildará á Melrakkasléttu er dásamleg lítil þriggja stanga á með frábæru nýju veiðihúsi. Áin er tilvalin fyrir fjölskylduna eða vinahópinn.

Deildará opnaði nú i vikunni og var opnunin hin ágætasta.

Veiðar hófust 20. júní og voru í hádeginu komnir fimm laxar á land. 87 cm hrygna veiddist í Minkahyl, 86 cm hængur í Langhyl, 80 cm hængur og 74 cm hrygna í Melrakka og 73 cm hrygna í Illakeldu.

Mjög lífleg opnun og misstu veiðimenn sex laxa til viðbótar. Þar af einhverja sem réttu úr krókum við löndun.

Við vorum að bæta við frábærum hollum í ánni í vefsöluna og má finna þau hér: https://www.lax-a.is/voruflokkur/deildara/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is