Kynning á svæði 4 í Stóru Laxá

Kynning Stóru Laxá svæði 4 er kominn með nýja dagsettningu , nú eru allir veiðislóðar greiðfærir og gott að komast um, ágæt veðurspá 20 Júni , ný dagsettning er 20 Júní mæting klukkan 15:00.
Farið verður yfir veiðistaðina, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er í ánni. Þá gefst veiðimönnum færi á að kynnast ánni á staðnum og læra á hana, að kostnaðarlausu.

Árni Baldursson mun halda kynninguna ásamt reyndum leiðsögumönnum sem þekkja svæðið í þaula.
20 manns komast að á hverja kynningu og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.is
Kynningin verður:

Laugardaginn 20 Júní 2020, kl. 15.00 á Stóru Laxá svæði 4

Mæting er kl. 15.00 í Árnesi á bensínstöðina/veitingastaðinn og haldið verður þaðan í samfloti á svæði 4 Stóru Laxá. Eftir kynningarnar verða grillaðar pylsur og gos í boði Veiðifélags Stóru Laxár.
Kynningin er sem fyrr segir að kostnaðarlausu og býðst þáttakendum einnig 25% afsláttur af lax- og silungsveiðileyfum fyrir komandi sumar sem bókuð eru á kynningardeginum.

Vonum að þetta komi sem flestum að góðum notum og gefi tækifæri á að kynnast þessu einstaka veiðisvæði betur og minnum á að skrá sig á arnibald@lax-a.is