Veiðisvæði vikunnar

Kæru veiðimenn,

Með hækkandi sól og fiðring í maga ætlum við að bjóða upp á þá nýbreytni að kynna veiðisvæði vikunnar. Veiðisvæði vikunnar verður næstu viku á eftir á tilboðskjörum í vefsölunni hjá okkur.

Það svæði sem ríður á vaðið er engin önnur en Ytri Rangá. Ánna þarf varla að kynna en við gerum það samt.

Ytri Rangá hefur hæstu meðalveiði íslenskra áa síðast áratug og þegar best lætur hefur hún verið að gefa yfir 10.000 laxa á ári. Við erum ákaflega spennt fyrir komandi ári í Ytri og höldum að það verði dúndur. Við bjóðum daga á “præm tæm” næstu vikuna á frábærum kjörum og má finna leyfi hér: https://www.lax-a.is/voruflokkur/ytri-ranga/

Hafið það sem allra best yfir páskahátíðina,

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is