Enn er líf í Blöndu

Blanda hefur verið bæði erfið til veiða og lítið stunduð eftir að hún datt í yfirfall síðari hluta ágústmánaðar.  Veiðitölur hafa verið í samræmi við ástundun og skyggni en aðeins tveir laxar voru bókaðir úr ánni vikuna 3-10 sept. Það er vægast sagt töluvert hrap frá hátíðinni í sumar þegar besta vikan var að gefa vel yfir 300 laxa. Þó …

Veislan heldur áfram í Stóru Laxá

Veiðin hefur verið hreint afbragð í Stóru eftir að tók að hausta í veðri. Terry Nab og félagar sem voru við veiðar í byrjun september fengu 23 laxa á þrjár stangir á tveimur vöktum.  Og stærðin… 104,100,94,90 og fjöldinn allur af laxi á milli 80 og 90cm. Spánverjar sem voru við veiðar í gær fengu svipaða veiði eða 21 lax …

Stuðið er hafið í Stóru Laxá

Um leið og rigndi fór fiskur að huga sér til hreyfings og þá varð fjör á svæði I-II í Stóru Laxá. Pierre Affre og félagar lentu í þeirri gleði að vera á svæðinu þegar stuðið hófst fyrir alvöru nú fyrr í vikunni, þeir fengu 18 laxa á fimm klukkutímum þegar takan var sem best.  Þetta var mest allt alvöru fiskur …

Veiðisaga frá Syðri Brú

Hann Magnús Baldvinsson sendi okkur frásögn af veiðiferð sinni í Syðri Brú í sumar. Óhætt er að segja að hann hafi lent í ágætis veiði miðað við aðstæður. Okkur þykir þó ákaflega leiðinlegt að heyra af sóðaskap og notkun ólöglegs agns á svæðinu. Langflestir veiðimenn okkar eru til algerrar fyrirmyndar og við eigum ekki að þurfa að brýna fyrir mönnum …

Spennandi kostur í gæsaveiði

Nú haustar og víða heyrist kvak. Gæsaveiðimenn eru örugglega vel komnir í gírinn og tilbúnir með puttann á gikknum. Við vildum því benda á að við eigum eitthvað laust í gæs á okkar svæðum fram til 20.september. Um er að ræða góðar gæsalendur í Gunnarsholti og Melasveit. Í Gunnarsholti er frábær aðstaða og gaman að koma ef menn vilja gera …

Af Langadals og Hvannadalsá

Þær systur við djúp, Langadalsá og Hvannadalsá hafa oft verið kraftmeiri en í sumar. Þær hafa gefið ágæt skot, en við vildum gjarnan sjá hærri tölur. Í Langadalsá hrjáði vatnsleysi veiðimenn fram eftir ágústmánuði. Nú síðustu daga rigndi og þá var ekki að sökum að spyrja, hann fór að taka og sýna sig út um alla á. Síðasta holl tók …

Stóra Laxá þarf vatnsveður

  Heyrst hefur af mönnum sem eiga leyfi í Stóru Laxá á næstunni, suðandi í ættingjum og vinum að taka með sér regndans. Sumir halda því jafnvel fram að dansleikur Justin Timberlake í gær hafi verið skipulagður af grjóthörðum Stóru- Laxár mönnum. Af öllu gamni slepptu þá hefur verið rólegt í ánni undanfarið og ekki að ástæðulausu að menn bíða …

Af Blöndu og Svartá

Ágætlega hefur gengið í Blöndu í sumar og er heildartalan komin í yfir 1800 laxa. Við búumst fastlega við því að áin sigli yfir 2000 laxa markið áður en sumarið er á enda. Blanda er ekki enn komin á yfirfall, við heyrðum að Landsvirkjun ætli að halda henni frá yfirfalli í lengstu lög. Það gera þeir með því að botnkeyra …

Fréttir úr Soginu

Heldur hafa veiðisvæðin okkar í Soginu verið róleg í sumar líkt og raunin er víða á landinu Við heyrðum í veiðimanni sem fékk þrjá laxa í Syðri Brú. Veiðisvæðið er þar með komið í um 20 laxa í sumar. Holl sem var að ljúka veiðum í Ásgarði var með sjö laxa og urðu þau vör við eitthvað að ganga. Ásgarður …