Vildarklúbbskvöld – veiðikynningar, veitingar og fjör

Nú er komið að fyrsta skemmtikvöldinu fyrir meðlimi vildarklúbbsins okkar. Við ætlum að eiga notalega stund saman í „Trophy Lodge“ þar sem kynnt verður laxveiði á Kolaskaga í Rússlandi auk kynningar á veiðibúðum okkar í Grænlandi.

Ef þú ert ekki í klúbbnum þá er um að gera að skrá sig hér – Skráning í Vildarklúbbinn

Árni Baldursson hefur farið til veiða í Rússlandi um árabil og hefur hann veitt þar marga laxa  í yfirstærð. Árni og Jóhann Davíð verða með kynningu á veiðunum og gott ef ekki nokkrum veiðisögum verður slætt með.

2015-06-23 17.35.10

Lax-á hefur rekið veiðibúðir í Grænlandi undanfarin ár með góðum árangri og mun Jóhann Torfi kynna ferðir þangað og sýna ykkur gullfallegar myndir af svæðinu.

IMG_8430 2

Staðsetning: Trophy Lodge Lax-Á, Akurhvarf 16, 203 kóp.

Dagsetning og tími: 19.11.2015 kl: 18-20.

Til að áætla fjölda biðjum við ykkur vinsamlegast að skrá ykkur með því að smella á tengilinn fyrir neðan, takmarkaður fjöldi sæta er í boði og því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Léttar veitingar verða í boði og aðgangur er ókeypis.  Ekki missa af notalegri veiðistund í skammdeginu. 

Smelltu hér til að skrá þig