Hallá á Skagaströnd

Hallá á Skagastönd fór nokkuð seinna í gang í ár en 2014 en þegar upp var staðið skilaði hún tæplega meðalveiði.

Hallá er talin til nánast hreinna síðsumarsáa þar sem besti tíminn er upp úr 15-20 júlí og út ágúst. Í ár hélt hún þessu mynstri og ver janfvel seinni til en vanalega. Fyrstu stóru göngurnar komu upp úr miðjum júlí en fram að því var þetta mest kropp þar sem stórlaxinn skilaði sér ekki jafn vel og 2014.

Hallá er stórskemmtileg tveggja stanga á og sérlega fín fyrir fjölskyldur og litla hópa. Áin á sér trygga aðdáendur sem koma ár eftir ár. Við höfum nú opnað fyrir bókanir 2016 og minnum menn á að vera tímanlega í að tryggja sér daga.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is