Tungufljót í Biskupstungum 2016

Til eru þeir sem enn muna glöggt hvað gerðist það herrans ár 2008. Til eru jafnvel sumir sem muna að það ár varð alger sprenging í veiði í Tungufljóti í Biskupstungum og 2854 laxar veiddust. Eftir árið 2008 dróg mjög úr veiði  vegna þess að sleppingum var hætt sökum óviðráðanlegra orsakra.

En nú bætum við í og spýtum í lófa. Við stórjukum sleppingar nú í ár og búumst við ágætis veiði í fljótinu næsta sumar. Fljótið er fallegt og firnagott fluguvatn og leyfin eru á afar góðu verði.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is