Lítið eftir af leyfum í Blöndu

Eftir vægst sagt feykigott ár í Blöndu er nú farið að saxast verulega á veiðileyfin fyrir næsta sumar. Eitthvað eigum við þó eftir og hér að neðan hef ég tekið saman vænlegustu bitana.

Blanda I

13-15 jún 1 stöng

9-12 júl 2 stangir

Blanda II

Eigum stangir til 10 júl. Svo eina stöng 12-15 júl og svo aftur eftir 7. Ágúst.

Blanda III

Eigum stangir til 12. Júl og svo aftur eftir 12. Ágúst

Blanda IV

Opnun enn laus og stangir á stangli til 29. Jún. Eigum einnig staka daga 3-4 júl, 10-11 júl, 1-2. ágúst og svo eftir 3. sept.

Jóhann Davíð sér um bókanir – jds@lax-a.is