Blanda verður flott í sumar

Fiskifræðingar spá meðalveiði á landinu næsta sumar en jafnframt gera þeir ráð fyrir góðu stórlaxasumri þar sem metfjöldi smálaxa gekk árnar síðasta sumar. Þetta eru góðar fréttir fyrir þekktar stórlaxaár eins og Blöndu. Eins og menn vita var alger sprenging í veiðinni í ánni síðasta sumar og voru nánast öll svæði blá af laxi. Við gerum ráð fyrir ágætri veiði …

Vorið er handan við hornið

Nú fer að styttast í vertíðaropnun og ekki laust við að skjálfa sé farið að gæta í spenntum veiðimönnum. Margir eru mættir á bakkann á slaginu sjö þann fyrsta apríl hvort sem það er frost eða ekki. Við höfum janfnvel heyrt sögur af veiðimönnum sem komu að ánni sinni íslagðri en dóu ekki ráðlausir og brutu nokkra fleka af ánni. …

Matreiðslumaður óskast í veiðihús

Ert þú kokkur með brennandi áhuga á veiði? Viltu vinna í hringiðu veiðinnar á bökkum Eystri Rangár að kokka bæði ofan í lax og gæsaveiðimenn? Við lofum góðum starfsskilyrðum og góðri skemmtun! Veiðihús ehf. Auglýsa eftir matreiðslumanni í veiðihús sitt við Eystri Rangá. Um er að ræða matreiðslu fyrir veiðmenn við eina þekktustu laxveiðá landsins.  Veiðihúsið við Eystri Rangá hefur …

Vefsalan hefur verið opnuð

Kæru veiðimenn, Okkur er ánægja að tilkynna að vefsalan okkar hefur verið opnuð. Mest allt framboð okkar á veiðileyfum má finna nú þegar á vefsölunni en örlitlu á eftir að bæta við. Við laumuðum inn tilboðum á nokkrum veiðisvæðum í tilefni af opnun og margir áhugaverðir bitar eru enn til ráðstöfunnar. Góða skemmtun á árbakkanum í sumar. Smellið hér til …

Vefsalan er að fara í gang

Kæru veiðimenn, Við kynnum nú til leiks nýja vefsölu á nýrri síðu. Vefnum agn.is hefur verið lagt og allt okkar starf fer nú fram á síðunni lax-a.is. Í fljótlega sendum við út hlekk á vefsöluna okkar til meðlima í vildarklúbbnum . Almenn opnun verður svo á þriðjudag. Ef þú vilt fá forgangshlekk og ert ekki í klúbbnum þá er um …

Það styttist…

Nú er örlítið farið að lengja í deginum og strax léttara yfir öllum. Það eru ekki nema nákvæmlega 52 dagar í að fyrstu veiðisvæðin opni og rétt aðeins lengra í laxinn. Við hjá Lax-Á bjóðum upp á skemmtileg silungsveiðisvæði bæði með og án gistingar: Silungasvæðið í Tungufljóti  hefur verið að slá í gegn undanfarið en það er selt í heilum …

Opnun á Bretlandseyjum

Þó svo að hér heima blási hrollkaldir vindar og engum heilvita manni dytti í hug að stunda stangveiðar þá eru laxveiðar hafnar á Bretlandseyjum. Írland opnaði sínar ár í janúar en ekki hafa aflabrögð verið neitt til að hrópa húrra fyrir, enda er besti tíminn nær vori. Þann fyrsta febrúar opnaði svo hin fræga á Dee í Skotlandi. Ekki er …

Veiðiferð til Kola

Grein eftir Jóhann Davíð Snorrason, áður birt í Sportveiðiblaðinu 2.tbl. 33. árg.   Ég hef verið helsýktur af veiðibakteríunni frá því ég man eftir mér. Byrjaði í silungnum sem polli en eftir því sem árin liðu fór ég að gjóa augunum í æ meira mæli að laxveiðinni. Ég vildi meira, eitthvað stærra, eitthvað kraftmeira. Laxinn var málið. Ég, líkt og …

Laus veiðileyfi í Blöndu og Svartá 2016

Veiðileyfi í Blöndu og Svartá hafa rokið út fyrir sumarið enda frábær veiðisvæði. Ég tók saman helstu bitana sem eru eftir á hverju svæði. Blanda I 30 – 31 júl (4st). 7-8 ágúst (3 st) Svo töluvert eftir 15. Ágúst. Blanda II 20.06-01.07 03-06.07 Svo töluvert eftir 13 ágúst. Blanda III 20.06-13.07 töluvert laust 9-12 ágúst Töluvert laust eftir 17. …

Sog Syðri Brú 2016

Syðri Brú er eitt af mjög fáum einnar stangar svæðum á landinu. Svæðið hefur verið sérlega vinsælt þar sem það er stutt frá höfuðborginni og þar hefur verið reist glæsilegt veiðihús. Við eigum enn reyting af leyfum eftir í Syðri Brú og verðið er eingu frá 23.500 upp í 52.000 á „præm tæm“. Fyrir þann pening fá menn öldungis fínt …