Matreiðslumaður óskast í veiðihús

Ert þú kokkur með brennandi áhuga á veiði? Viltu vinna í hringiðu veiðinnar á bökkum Eystri Rangár að kokka bæði ofan í lax og gæsaveiðimenn?

Við lofum góðum starfsskilyrðum og góðri skemmtun!

Veiðihús ehf. Auglýsa eftir matreiðslumanni í veiðihús sitt við Eystri Rangá. Um er að ræða matreiðslu fyrir veiðmenn við eina þekktustu laxveiðá landsins.  Veiðihúsið við Eystri Rangá hefur á að skipa 24 tveggja manna herbergjum og hefur fullbúið gott atvinnueldhús.

Yfir sumartímann og frameftir hausti felst þjónustan í að matreiða ljúffengan morgunverð, hádegisverð, kaffi og þríréttaðan kvöldverð.

Um framtíðarstarf getur verið að ræða fyrir réttan aðila.  Áhugasamir hafi samband við Völu í gegnum netfang vala@lax-a.is og láti fylgja með ferilskrá með starfsferilsupplýsingum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í júní/júlí 2016.

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Valgerður Baldursdóttir