Blanda verður flott í sumar

Fiskifræðingar spá meðalveiði á landinu næsta sumar en jafnframt gera þeir ráð fyrir góðu stórlaxasumri þar sem metfjöldi smálaxa gekk árnar síðasta sumar.

Þetta eru góðar fréttir fyrir þekktar stórlaxaár eins og Blöndu. Eins og menn vita var alger sprenging í veiðinni í ánni síðasta sumar og voru nánast öll svæði blá af laxi. Við gerum ráð fyrir ágætri veiði næsta sumar og vonum að stórlaxinn komi enn sterkari til leiks.

Veiðimenn virðast sama sinnis og hafa margir fyrhyggjusamir keypt sér leyfi í Blöndu í sumar, þannig eru öll svæði uppseld yfir hásumarið og vel selt yfir heildina. Enn má þó gera góð kaup hér í vefsölunni. Vefsala

Ég vildi sérstaklega benda á snemmsumardaga  á öllum svæðum, þar er hægt að gera virkilega góð kaup. Ef spár ganga eftir um auknar göngur stórlaxa er góður séns að setja í hann strax frá opnun svæðanna.

Líkur á yfirfalli í sumar eru sömuleiðis nokkuð litlar eins og staðan er í dag. Lónshæðin er svipuð og hún var á sama tíma í fyrra. En þó er ekki nokkru hægt að lofa í þeim efnum, það gæti breyst ef veðurskilyrði verða veiðimönnum óhagstæð.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is