Það styttist…

Nú er örlítið farið að lengja í deginum og strax léttara yfir öllum. Það eru ekki nema nákvæmlega 52 dagar í að fyrstu veiðisvæðin opni og rétt aðeins lengra í laxinn.

Við hjá Lax-Á bjóðum upp á skemmtileg silungsveiðisvæði bæði með og án gistingar:

Silungasvæðið í Tungufljóti  hefur verið að slá í gegn undanfarið en það er selt í heilum dögum án gistingar. Svæðið er vandveitt en mjög fjölbreytt og launar þeim sem læra inn á það.

Hún Lotta gerði góða ferð þangað síðasta sumar og birti þetta skemmtilega video: Lotte Aulom í Tungufljóti

Vorveiðin í Blöndu hefur alltaf verið vinsæl, gríðarvíðfemt svæði og vænn silungur. Hægt er að leigja Svartárhúsið ef menn vilja gistingu.

Ekki má svo gleyma Bleikjunni í Ásgarði. Þar er hægt að leigja hið glæsilega veiðihús Ásgarð yfir helgi og reyna fyrir sér í dyntóttri bleikjunni.

Það styttist.. í þetta allt. Og já, eitt enn. Við stefum á að opna nýja vefsölu síðar í þessum mánuði.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is