Lax-Á framlengir samning í Blöndu og Svartá

Stangveiðifélagið Lax-Á hefur nýlega framlengt samning sinn við veiðifélag Blöndu og Svartár og mun því sjá um sölu veiðileyfa á ársvæðunum næstu fimm ár. Samstarf Lax-á og veiðifélags Blöndu og Svartár nær allt aftur að aldamótum og þökkum við trausta og góða samvinnu í gegn um árin. Blanda hefur dafnað sérlega vel á tímbilinu og var metveiði í ánni sumarið …

Áhugaverð leyfi í Blöndu

Opnanir í ám eru oft skemmtilegur og ódýr kostur. Þó svo að áin sé ekki full af fiski strax við opnun þá er nær öruggt að þessir fiskar sem eru mættir hafa ekki séð neitt áður og eru því ginkeyptir fyrir agni. Við eigum enn á lausu opnanir á svæðum 3 og 4 í Blöndu. Þetta eru áhugaverðir og góðir …

Feitir bitar á lausu

Blanda 1 er koluppseld í sumar en nú losnuðu þrjár stangir á svæðinu 15-16 jún. Þetta er præm stórlaxatími  í ánni. Við erum líka með í endursölu holl í Langadalsá 30.07 – 01.08. Þetta er alger gulltími í ánni. Fyrir stuttu sendum við út fréttbréf á vildarklúbbinn okkar með áhugaverðum stubbum í Eystri Rangá. Þetta er það sem er eftir …

Laxveiðar í Dee

Eins og sumir hafa líklegast heyrt var veiðin í Dee í Skotlandi á síðasta ári ekkert til að hrópa húrra fyrir. En í ár virðist hún vera  að bæta sig  sem er sérstakt ánægjuefni. Við hjá Lax-Á berum taugar til Dee en þar höfum við haft svæði á leigu um árabil. Þegar best lét var öll áin að skila yfir …

Silungasvæði Tungufljóts – Ágætis opnunardagur

Tveir ungir og efnilegir veiðimenn kíktu á silungasvæði Tungufljóts 1.apríl síðastliðinn og opnuðu þar með veiðiárið hjá okkur Lax-á. Fengu þeir félagar ágætis veður til veiða þó að það hafi hvesst þegar leið á daginn. Þeir gerðu ágætis hluti á efri hluta silungasvæðisins en annar veiðimannanna, Arnar Tómas Birgisson, sendi okkur stutta línu yfir veiði dagsins. „Þetta var mjög fìnt …

Eitt holl eftir í Langadalsá

Vegna forfalla var að losna tveggja daga holl í Langadalsá dagana 30.júlí til 1.ágúst, fjórar stangir. Þetta er því eina hollið sem er laust 2016 í ánni. Um er að ræða frábæran tíma í ánni en stöngin er á 89.000.- per dag. Nánari upplýsingar má finna á skrifstofu Lax-á í síma 531-6100 eða á johann@lax-a.is.

Tungufljót gæti verið mjög spennandi kostur í sumar

Árið 2008 varð sannkölluð sprenging í laxveiði í Tungufljóti þegar yfir 2800 laxar veiddust í ánni.  Fljótið sjálft fóstrar ekki nema lítinn laxastofn og var þessi veiði því borin uppi með öflugum sleppingum í fljótið. Síðar var þessum sleppingum hætt vegna vandkvæða og þá datt veiðin niður aftur. Nú hefur Lax-Á aftur hafið sleppingar af sama krafti og þessi ár …

Risalax veiddist í Bretlandi

Þegar menn hugsa um laxveiðar er fyrsta landið sem kemur upp í hugann líklega ekki Bretland. Ja, allavega ekki svona í seinni tíð. En Bretar eiga sínar ár sem hafa að geyma laxfiska. Flestar þeirra mega muna sinn fífil fegurri en síðustu ár hafa þó margar ár verið á uppleið aftur eftir átak í umhverfisvernd og ræktun. Síðuritara rak í …

Silungsveiðin fer að detta inn

Nú eru bara tveir dagar í að veiðisvæði opni fyrir silungsveiði. Tvö af okkar svæðum opna þann fyrsta apríl-Tungufljót silungur og silungasvæðið í Ásgarði, Soginu. Bæði svæðin eru ákaflega skemmtileg og við hvetjum veiðimenn til að prófa þau. Þau geta verið dyntótt og oft þarf smá lag og þolinmæði til að finna hann en þeir sem læra á svæðin uppskera …

Blanda verður flott í sumar

Fiskifræðingar spá meðalveiði á landinu næsta sumar en jafnframt gera þeir ráð fyrir góðu stórlaxasumri þar sem metfjöldi smálaxa gekk árnar síðasta sumar. Þetta eru góðar fréttir fyrir þekktar stórlaxaár eins og Blöndu. Eins og menn vita var alger sprenging í veiðinni í ánni síðasta sumar og voru nánast öll svæði blá af laxi. Við gerum ráð fyrir ágætri veiði …