Feitir bitar á lausu

Blanda 1 er koluppseld í sumar en nú losnuðu þrjár stangir á svæðinu 15-16 jún. Þetta er præm stórlaxatími  í ánni.

Við erum líka með í endursölu holl í Langadalsá 30.07 – 01.08. Þetta er alger gulltími í ánni.

Fyrir stuttu sendum við út fréttbréf á vildarklúbbinn okkar með áhugaverðum stubbum í Eystri Rangá. Þetta er það sem er eftir af leyfunum:

Eystri Rangá – Stubbar. Hálfir dagar án gistingar
04.07 – F.H, 8 stangir. Vildarklúbbsverð: 11.000 stöngin
07.07 – F.H, ein stöng. Vildarklúbbsverð: 19.000 stöngin
14.07 – F.H. tvær stangir. Vildarklúbbsverð: 34.000 stöngin
24.07 – E.H. fjórar stangir. Vildarklúbbsverð: 69.000 stöngin

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is