Tungufljót gæti verið mjög spennandi kostur í sumar

Árið 2008 varð sannkölluð sprenging í laxveiði í Tungufljóti þegar yfir 2800 laxar veiddust í ánni.  Fljótið sjálft fóstrar ekki nema lítinn laxastofn og var þessi veiði því borin uppi með öflugum sleppingum í fljótið. Síðar var þessum sleppingum hætt vegna vandkvæða og þá datt veiðin niður aftur.

Nú hefur Lax-Á aftur hafið sleppingar af sama krafti og þessi ár þegar áin gaf sem best það verður því spennandi að sjá hvað veiðist í sumar.  Við erum að gera okkur vonir um 500 laxa hið minnsta.

Veiðleyfin í Tungulfjót eru á ákaflega hagstæðu verði nú fyrir tímabilið, hætt er við að það breytist ef heimtur verða í samræmi við væntingar í sumar.

Hægt er að kaupa veiðileyfi í fljótið hér: Tungufljót veiðileyfi

Veiðikveðja – Jóhann Davíð – jds@lax-a.is