Áhugaverð leyfi í Blöndu

Opnanir í ám eru oft skemmtilegur og ódýr kostur. Þó svo að áin sé ekki full af fiski strax við opnun þá er nær öruggt að þessir fiskar sem eru mættir hafa ekki séð neitt áður og eru því ginkeyptir fyrir agni.

Við eigum enn á lausu opnanir á svæðum 3 og 4 í Blöndu. Þetta eru áhugaverðir og góðir kostir sem má nálgast í vefsölunni hjá okkur.

Svo má benda á tvo daga sem losnuðu á svæði eitt í Blöndu. Þetta eru 15-16/6 og 20-21/6. Það er einfaldlega ekki betri veiði í boði á þessum árstíma, stórlaxinn bíður á Breiðunni þess albúinn að rífa vel í græjurnar.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is