Lax-Á framlengir samning í Blöndu og Svartá

Stangveiðifélagið Lax-Á hefur nýlega framlengt samning sinn við veiðifélag Blöndu og Svartár og mun því sjá um sölu veiðileyfa á ársvæðunum næstu fimm ár.

Samstarf Lax-á og veiðifélags Blöndu og Svartár nær allt aftur að aldamótum og þökkum við trausta og góða samvinnu í gegn um árin. Blanda hefur dafnað sérlega vel á tímbilinu og var metveiði í ánni sumarið 2015 eins og menn muna.

Við hjá Lax-Á munum áfram hlúa að ánni eins og best verður á kosið og höfum stigið fyrstu skrefin nú í sumar með örlítið hertari veiðireglum.

Við erum ákaflega ánægð með að fá að bjóða veiðimenn áfram velkomna á bakka Blöndu og Svartár sem eru eitt af betri veiðsvæðum á landinu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð –  jds@lax-a.is