Silungsveiðin fer að detta inn

Nú eru bara tveir dagar í að veiðisvæði opni fyrir silungsveiði. Tvö af okkar svæðum opna þann fyrsta apríl-Tungufljót silungur og silungasvæðið í Ásgarði, Soginu.

Bæði svæðin eru ákaflega skemmtileg og við hvetjum veiðimenn til að prófa þau. Þau geta verið dyntótt og oft þarf smá lag og þolinmæði til að finna hann en þeir sem læra á svæðin uppskera ríkulega.

Til að hvetja veiðimenn til þess að skella sér höfum við nú sett nokkra upphafsdaga á tiboð. Dagana má finna í vefsölunni hjá okkur hér: Vefsala