Stóra Laxá – smávægilegar breytingar á svæðaskiptingum

Kæru veiðimenn, Við tilkynnum örlitlar breytingar á svæðum 1&2 og þrjú. Rauðuskriður sem tiheyrðu áður svæði 1&2, tilheyra nú svæði þrjú. Svæði 1&2 nær því frá Illakeri niður að landamerkjum jarðarinnar Iðu að vestan og Litlu Laxár að austan. Svæði þrjú nær frá Undirgangi niður í Rauðuskriður að báðum hyljum meðtöldum. Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

Hallá í góðum gír

Við heyrðum í mönnum sem skruppu í Hallá á föstudaginn. Fyrst í stað var veðrið til friðs og komu þá á land tveir laxar 80 og 90 cm. Síðan gerði leiðinda slagveður og áin breyttist í foráttufljót eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Hallá er með þessum fiskum komin í 13 laxa frá opnun sem er mjög gott þar …

Laxinn mættur í Tungufljót

Árni Baldursson kíkti í Tungufljót og landaði fjórum löxum á klukkutíma, laxinn er því aldeilis mættur! Þeir sem hafa prófað vita að leitun er að fallegri veiðistað en við fossinn Faxa, auk þess er ekki svo langt að skreppa í fljótið úr höfuðborginni. Við eigum töluvert laust næstu daga og verðið er með þvi hagstæðasta á markaðnum. Stangarverð frá kr.15800. …

Fínt skot í Stóru Laxá og líflegt víða

Við heyrðum  í dönskum veiðimönnum sem brostu hringinn eftir að hafa tekið sex stórlaxa á svæði fjögur í Stóru Laxá. Ásgarður í Soginu er að hrökkva í gang, einn kom á land á morgunvaktinni og þeir misstu annan. Blanda heldur áfram að gefa vel og á morgunvaktinni komu 22 laxar á svæði eitt. Blanda 1 nálgast 400 veidda laxa sem …