Komdu með til Grænlands

Við hjá Lax-Á höfum um árabil boðið upp á vinsælar ferðir til Grænlands hvort sem er til að sveifla stöng eða munda byssu.Við höfum byggt upp glæsilega aðstöðu í Suður Grænlandi. Þar höfum við reist gistiaðstöðu þar sem allt er til alls og menn geta látið fara vel um sig í óbyggðum Grænlands.

Flugfélag Íslands flýgur beint til Narsarsuaq og þaðan er um það bil þriggja tíma sigling til búðanna.

Í nágrenni búðanna eru margar ár barmfullar af vænni bleikju, algeng dagsveiði er tugir fiska. Bleikjan í Grænlandi er grimm til töku og getur verið rígvæn – frábær sportfiskur og sérlega ljúffeng í kaupbæti.

Þó svo að við sleppum mestu af aflanum tökum við alltaf nokkar með til að grilla um kvöldið. Eftir góða máltíð er svo tilvalið að skella sér í gufuna.

Allar frekari upplýsingar fást hjá Jóhanni Torfa – johann@lax-a.is