Þetta er byrjað!

Nú er þetta byrjað eða þannig sko. Sjóbirtingsveiðin er byrjuð af krafti og menn hafa verið að gera fína veiði síðustu daga þó að tíðin sé eins og við vitum svona fremur leiðinleg.

Á meðan má finna íslaust vatn þá er veitt og brosað upp í hríðarhaglandann!

En þetta er bara undanfari, áður en við vitum af þá grænkar allt og sumarið skellur á – í það minnsta ætti snjókoman að breytast í rigningu.

Í lok maí ættum við að fá fréttir af fyrstu löxunum sem eru mættir í ána sína og í byrjun júní opna svo fyrstu árnar fyrir veiði. Þá verður gaman.

Ein af ánum sem opna fyrst er Blandan okkar góða fyrir norðan. Blanda var í góðu stuði allt síðasta sumar og hafa leyfi í hana verið afar eftirsótt í sumar. Við eigum örfáa daga í júní eftir og svo ekkert fyrr en um verslunarmannahelgi.

Væri nú ekki gaman að byrja laxveiðisumarið á nokkrum dögum í Blöndu?

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is