Vefsalan uppfærð

Við höfum fengið þó nokkuð af fyrirspurnum um vorveiðidaga á silungasvæðum okkar í Ásgarði og Tungufljóti síðustu vikurnar og hafa þessi svæði nú verið uppfærð inná vefsölu Lax-á. Bæði þessi svæði opna núna 1.apríl og eru áhugaverðir möguleikar fyrir veiðimenn til að væta færi þessa fyrstu veiðidaga ársins.

Vinna fór í gang á uppfærslu á vefsölu Lax-á fyrr á þessu ári en verða nú fleiri veiðisvæði fyrirtækisins sett inn hægt og rólega næstu vikunar.

í viðbót við vorveiðsvæðin var einnig bætt við lausum dögum í Syðri Brú í Soginu í sumar. Þar má finna spennandi dagsetningar á þessu vinsæla svæði.

Viljum við einnig vekja athygli á breytingu á fyrirkomulagi veiðihúss fyrir silungasvæði Ásgarðs í vor. Nú mun veiðihúsið fylgja eingöngu með leyfunum um helgar og almenna frídaga og þá eru allar þrjár stangirnar seldar saman þessa daga. Virka daga er svæðið selt án húss og stakar stangir frá morgni til kvölds. Mun þetta vera þægilegra fyrirkomulag en undanfarinn ár og gera veiðimönnum kleyft að stökkva á staka stöng ef þeir eru lausir virka daga.

Vefsölu Lax-á má nálgast hér

Nánari upplýsingar má finna á skrifstofu Lax-á í síma 531-6100 eða á johann@lax-a.is

Jóhann Torfi