Svartá er dásemd

Þeir vita sem prófað hafa að Svartá er einfaldlega með skemmtilegri ám á landinu. Enda er það svo að menn koma ár eftir ár eftir ár o.s.frv. „Einu sinni prófað, þú getur ekki hætt“ eins og sagði í gömlu auglýsingaslagorði.

Svartá hefur allt sem prýðir feiki fína fluguveiðiá, þrjátíu kílómetrar af vatni, yfir 70 veiðistaðir og hver öðrum skemmtilegri. Hratt rennsli, fjölbreytni og ágæt stórlaxavon, auk þessa heldur áin vel vatni sem kemur sér vel á þurrkasumrum.

Veiðihúsið er rúmgott og tilvalið fyrir stóran hóp veiðimanna sem vilja sjá um sig sjálfir í mat og drykk. Í aðalhúsinu eru fjögur tveggja manna herbergi og svo er eitt tveggja manna herbergi í sér húsi. Á veröndinni er að sjálfsögðu heitur pottur til að marinerast í að afloknum veiðidegi.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is