Hallá á Skagastönd fór nokkuð seinna í gang í ár en 2014 en þegar upp var staðið skilaði hún tæplega meðalveiði. Hallá er talin til nánast hreinna síðsumarsáa þar sem besti tíminn er upp úr 15-20 júlí og út ágúst. Í ár hélt hún þessu mynstri og ver janfvel seinni til en vanalega. Fyrstu stóru göngurnar komu upp úr miðjum …
Veiðin í Blöndu eftir vikum
Við þurfum ekkert að endurtaka að veiðin í Blöndu var frábær. En við gerum það samt! Upp úr ánni voru tosaðir 4829 laxar og fyrra met sprengt í tætlur. Við vorum búin að birta tölur úr ánni skipt eftir svæðum og nú bætum við um betur og bitum graf yfir vikuveiðina í sumar sem leið. Þetta er nokkuð eftir bókinni …
Gæsaveiðin gengur vel
Gæsaveiðin á okkar svæðum hefur í það heila gengið mjög vel. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru sum af svæðunum okkar beinlínis grá af gæs. En mikið af gæs þarf ekki alltaf að gefa mikla veiði. Um daginn gerðist það að gæsasvarmurinn hreinlega kom ekki á tún fyrr en seinnipart dags og sleppti morgunfluginu algerlega. En það er …
Takk fyrir sumarið!
Kæru veiðimenn, Nú þegar árnar okkar eru allar búnar að loka þetta árið langaði okkur hjá Lax-Á að þakka ykkur fyrir samskiptin í sumar og vonum að þið hafið átt góðar stundir við árnar okkar. Nú er algerlega frábært sumar að baki þar sem mörg met voru slegin og mikið af fiski dregið á land. Hvað verður næsta sumar veit …
Lokatölur úr Stóru Laxá
Veiði er nú lokið í Stóru Laxá í Hreppum. Heildartalan úr ánni var 653 laxar sem er örlítið minni veiði en á síðasta ári þegar 882 laxar veiddust. Minni afla má skýra með því að seint rigndi að nokkru marki í Hreppum þetta árið og því var bið á að haustgusurnar gengu inn ána. Þegar það gerðist loks voru einungis …
Lokatölur úr Blöndu
Við vorum að fá í hús lokatölur úr Blöndu sundurliðaðar eftir svæðum. Óhætt er að segja að Blanda hafi verið feikigóð í sumar og reyndar aldrei betri þar sem hún slóg eldra met sitt svo um munaði. Áin í heildina endaði í 4829 löxum en eldra met var 2777 frá árinu 2010 . Nýja metið er 74% aukning, hvorki meira …
Nýtt met í Svartá
Samkvæmt okkar kokkabókum eða réttara sagt veiðibókum er komið nýtt met í Svartá í Húnavatnssýslu. Eldra metið var frá árinu 1998 og hljóðaði upp á 619 laxa en nú á sunnudaginn var áin komin í 625 laxa. Töluvert hefur verið um hlunka úr ánni líkt og hún er þekkt fyrir, stærsti laxinn í sumar var 22 pund. Við félagarnir af …
Gott skot í Tungufljóti
Tungufljót hefur ekki verið mikið stundað upp á síðkastið en þar virðist vera eitthvað af laxi. Hópur sem var við veiðar í gær fékk 9 laxa og slatta af urriða. Flestir komu laxarnir komu úr Hólmabreiðu, en þeir voru að fá hann líka í Faxa og meira að segja tvo uppi á miðsvæði. Þess má geta að líkt og fleiri …
Stóra Laxá hrökk loks í gang
Loks fór að rigna að ráði í Hreppum og Stóra Laxá tók að hækka í vatni. Hvað gerist þá? Jú, loks fór laxinn að ganga inn í bunkum. Stefán Kristjánsson og félagar veiddu 29 laxa á einum degi og þar af voru nokkrir yfir 80cm. Stóra er mætt til leiks þó seint sé, framhaldið verður spennandi. Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is