Veiðin í Miðdalsá

Við vorum að fá glóðvolga veiðibók í hús úr Miðdalsá. Margir unu hag sínum vel í Miðdal í sumar sem leið en þeir hefðu mátt vera fleiri. Miðdalsá leynir nefnilega á sér eins og síðuritari komst að í sumar og lesa má um hér. En af tölunum. Samkvæmt skráningum komu á land 63 bleikjur og 14 laxar, flestir sem mættu voru …

Laxveiðin í Stóru Laxá

Þrátt fyrir almenna niðursveiflu í veiði á landinu var veiðin í Stóru Laxá sú næst besta frá upphafi. Í sumar sem leið veiddust 882 laxar í ánni sem setur hana í níunda sæti yfir bestu veiði á landinu samkvæmt www.angling.is. Veiðin í ánni hefur verið á uppleið síðustu ár og árið 2013 var alger metveiði í ánni eða 1776 laxar. Það …

Tungufljót í Biskupstungum er á uppleið

Fyrir nokkrum árum gerði Lax-Á gangskör í því að gera Tungufljót í Biskupstungum að fyrirtaks laxveiðiá. Þetta hafði áður verið reynt en svo fallið frá áformunum þar sem árangurinn var ekki nógu góður. Frá fyrri tíð var laxastigi í fossinum Faxa, hann var tekinn í gegn og endurbættur. Þetta ver gert annars vegar til að reyna að lengja veiðisvæðið og …

Syðri Brú er skemmtilegur kostur

Við höfum nú opnað fyrir almennar bókanir í Syðri Brú í Soginu. Svæðið hefur verið ákaflega vinsælt enda er um að ræða einnar stangar laxveiði með fínu nýju húsi skammt frá höfuðborginni. Í sumar sem leið var veiðin ekkert til að hrópa húrra fyrir en margir gerðu þó ágætis veiði og enginn var svikinn af dvölinni. Sérstaklega var gaman að …