Laxveiðin í Stóru Laxá

Þrátt fyrir almenna niðursveiflu í veiði á landinu var veiðin í Stóru Laxá sú næst besta frá upphafi. Í sumar sem leið veiddust 882 laxar í ánni sem setur hana í níunda sæti yfir bestu veiði á landinu samkvæmt www.angling.is.

Veiðin í ánni hefur verið á uppleið síðustu ár og árið 2013 var alger metveiði í ánni eða 1776 laxar. Það er nánast þreföldum á meðalveiði áranna á undan.

En hvar eru þessir laxar að veiðast? Hver er besti veiðistaðurinn í ánni 2014?

Hún Esther á Sólheimum hefur af skörungsskap haldið utan um veiðitölur og hún tók saman topp tólf lista yfir bestu staðina árið 2014. Hann er eftirfarandi:

Stats2014Stora

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is