Stóra Laxá hrökk loks í gang

Loks fór að rigna að ráði í Hreppum og Stóra Laxá tók að hækka í vatni. Hvað gerist þá? Jú, loks fór laxinn að ganga inn í bunkum.

Stefán Kristjánsson og félagar veiddu 29 laxa á einum degi og þar af voru nokkrir yfir 80cm.

Stóra er mætt til leiks þó seint sé, framhaldið verður spennandi.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is