Gæsaveiðin gengur vel

Gæsaveiðin á okkar svæðum hefur í það heila gengið mjög vel. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru sum af svæðunum okkar beinlínis grá af gæs.

En mikið af gæs þarf ekki alltaf að gefa mikla veiði. Um daginn gerðist það að gæsasvarmurinn hreinlega kom ekki á tún fyrr en seinnipart dags og sleppti morgunfluginu algerlega. En það er undantekning sem betur fer.

Við höfum líka líkt og aðrir veiðimenn ekki farið varhluta af vætutíðinni í haust. Erfitt hefur verið að þreskja kornið þar sem þurrkinn hefur vantað. Og með ósþreskjaða akra er erfiðara að stýra veiðinni.

En við búum svo vel að vera með frábæra gæda og fer þar fremstur í flokki Axel Gissurarson sem stýrir veiðinni af myndarbrag.

Okkar veiðimenn hafa allir verið í gæs og farið ánægðir heim.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is