Takk fyrir sumarið!

Kæru veiðimenn,

Nú þegar árnar okkar eru allar búnar að loka þetta árið langaði okkur hjá Lax-Á að þakka ykkur fyrir samskiptin í sumar og vonum að þið hafið átt góðar stundir við árnar okkar.

Nú er algerlega frábært sumar að baki þar sem mörg met voru slegin og mikið af fiski dregið á land. Hvað verður næsta sumar veit nú engin, en víst er að við erum bjartsýn. Við spáum góðu stórlaxaári  hið minnsta!

Á næstunni munum við kynna fyrir ykkur örlitlar breytingar á sumum svæðum sem við vonum að geri góð svæði betri.

Í vetur sendum við svo reglulega út spennandi tölvuskeyti til meðlima í vildaklúbbnum okkar, tilboð, boð á sérstök kynningarkvöld og fl.

Við erum byrjuð að bóka á fullu fyrir næsta ár og nú er um að gera að festa sér daga snemma því ásóknin er mikil.

Enn og aftur, takk fyrir sumarið kæru veiðimenn. Sjáumst á bakkanum næsta sumar.

Veiðikveðja

Starfsfólk Lax-Á