Lokatölur úr Blöndu

Við vorum að fá í hús lokatölur úr Blöndu sundurliðaðar eftir svæðum. Óhætt er að segja að Blanda hafi verið feikigóð í sumar og reyndar aldrei betri þar sem hún slóg eldra met sitt svo um munaði. Áin í heildina endaði í 4829 löxum en eldra met var 2777 frá árinu 2010 .

 Nýja metið er 74% aukning, hvorki meira né minna! Og samanburður við árið 2014 leiðir í ljós að það var 150% aukning á veiðinni á milli ára. Er nokkur von til annars en að menn brosi sínu breiðasta í Húnvatnssýslu?

En snúum okkur að veiðinni skipt milli svæða.

Svæði eitt var að vanda langsterkast með 2545 veidda laxa, það gerir yfir 7 laxa á stöng á dag.

Svæði fjögur kom þar á eftir með 843 veidda laxa eða yfir 3 laxa á stöng á dag.

Svæði tvö koma skemmtilega á óvart með 815 laxa eða yfir tvo laxa á stöng á dag

Svæði þrjú var svo með 626 laxa eða yfir tvo laxa á stöng á dag.

Efri svæði Blöndu hafa lengi verið vanmetin en þetta eru fantafín svæði sem gefa góða veiði. Neðsta svæði blöndu er svo í algerum sérflokki og er að skila einna bestu veiði per stöng á dag á landinu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is