Lokatölur úr Stóru Laxá

Veiði er nú lokið í Stóru Laxá í Hreppum. Heildartalan úr ánni var 653 laxar sem er örlítið minni veiði en á síðasta ári þegar 882 laxar veiddust.

Minni afla má skýra með því að seint rigndi að nokkru marki í Hreppum þetta árið og því var bið á að haustgusurnar gengu inn ána. Þegar það gerðist loks voru einungis um 10 dagar eftir af veiðinni og misstu því margir af veislunni þetta árið.

En lítum nánar á veiðina eftir svæðum:

Svæði 1&2 = 510 laxar

Svæði 3 = 70 laxar

Svæði 4 = 73 laxar

Við þökkum ánægjulegar stundir á bökkum Stóru í sumar og hlökkum til þess næsta.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is