Tungufljót í Biskupstungum 2016

Til eru þeir sem enn muna glöggt hvað gerðist það herrans ár 2008. Til eru jafnvel sumir sem muna að það ár varð alger sprenging í veiði í Tungufljóti í Biskupstungum og 2854 laxar veiddust. Eftir árið 2008 dróg mjög úr veiði  vegna þess að sleppingum var hætt sökum óviðráðanlegra orsakra. En nú bætum við í og spýtum í lófa. …

Sog Syðri Brú

Við höfum nú boðið þeim sem hafa verið áður í Syðri Brú sína daga aftur og er því komið að almennri sölu á svæðinu. Syðri Brú er eitt af afar fáum einnar stangar laxveiðisvæðum á landinu og státar af afar hárri meðalþyngd í gegnum tíðina. Landaklöppin er helsti veiðistaður svæðissins og þar hafa ófáir stórlaxarnir verið dregnir á land. Við …

Ferð til Kola 2016 – stórlax og stuð

Við þökkum þeim sem mættu og skemmtu sér vonandi vel á kynningu vildarklúbbsins á laxveiðum í Rússlandi og veiðibúðum okkar í Grænlandi. Á kyningunni fórum við yfir hvað það er sem togar svona við Kola. Í örstuttu máli er það eitt öðru fremur, stórlax og sénsinn á ofurstórlaxi. Auk þessa er áin sjálf hreint dásamleg að veiða, stór og mikil …

Lítið eftir af leyfum í Blöndu

Eftir vægst sagt feykigott ár í Blöndu er nú farið að saxast verulega á veiðileyfin fyrir næsta sumar. Eitthvað eigum við þó eftir og hér að neðan hef ég tekið saman vænlegustu bitana. Blanda I 13-15 jún 1 stöng 9-12 júl 2 stangir Blanda II Eigum stangir til 10 júl. Svo eina stöng 12-15 júl og svo aftur eftir 7. …

Vildarklúbbskvöld – veiðikynningar, veitingar og fjör

Nú er komið að fyrsta skemmtikvöldinu fyrir meðlimi vildarklúbbsins okkar. Við ætlum að eiga notalega stund saman í „Trophy Lodge“ þar sem kynnt verður laxveiði á Kolaskaga í Rússlandi auk kynningar á veiðibúðum okkar í Grænlandi. Ef þú ert ekki í klúbbnum þá er um að gera að skrá sig hér – Skráning í Vildarklúbbinn Árni Baldursson hefur farið til …

Blanda svæði 2 – Veiðistaðalýsing

Svæði tvö í Blöndu hefir vaxið gríðarlega að vinsældum síðustu ár enda er þetta skemmtilegt svæði á góðu verði með fínni veiðivon. Við endurbirtum hér góða veiðistaðalýsingu sem gott er að hafa við hendina: Til er veiðilýsing í bókinni Blanda og Svartá eftir Gísla Pálsson (2000, bókaútgáfan á Hofi). Sú lýsing er hinsvegar barn síns tíma og ekki nægilega tæmandi. …

Skemmtilegar eins til tveggja stanga ár

Við hjá laxá bjóðum upp á nokkur eins til tveggja stanga svæði sem eru tilvalin fyrir litla vinahópa eða fjölskylduna. Hægt er að gera mjög góð kaup í gistingu og veiði með því að leigja þessi svæði.  Á ódýrasta tíma er oft hægt að fá laxveiði með húsi litlu dýrari en ef keypt væri gisting ein og sér fyrir hópinn. …

Ný heimasíða Lax-Á

Við kynnum með stolti nýja heimasíðu Lax-Á. Hún fór ögn fyrr í loftið en ætlað var vegna þess að sú gamla gaf endanlega upp öndina. Ekki eru því öll ársvæði uppfærð en það mun gerast á næstu dögum. Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

Blanda er bjútífúl

Síðuritari er einn af þeim sem hefur fylgst með svæði eitt í Blöndu úr fjarlægð og alltaf langað til að prófa. Þann 9. Júní gafst langþráð tækifæri til að skreppa norður og ekki spillti fyrir gleðinni að þá átti ég afmæli. Alls ekki slæmt að eyða deginum við veiðar í Blöndu, nei barasta hreint ekki slæmt. Við félagarnir af skrifstofu …

Varmá Vermir Veiðisál

Síðuritari og Simon Nilsson sem er búðarstjórinn okkar í Grænlandi og þjáist líka af veiðisýki á ólæknanlegu stigi skelltu sér í bæjarlækinn í Hveragerði – Varmá.  Og sprænan kom á óvart, í Varmá sé stuð! Daginn sem við fórum voru allar stangir seldar og því reyndum við ekki einu sinni að fara í Stöðvarhylinn. Þess í stað ákváðum við að …