Blanda er bjútífúl

Síðuritari er einn af þeim sem hefur fylgst með svæði eitt í Blöndu úr fjarlægð og alltaf langað til að prófa.

Þann 9. Júní gafst langþráð tækifæri til að skreppa norður og ekki spillti fyrir gleðinni að þá átti ég afmæli. Alls ekki slæmt að eyða deginum við veiðar í Blöndu, nei barasta hreint ekki slæmt.

Við félagarnir af skrifstofu Lax-Á, undirritaður og Simon Nilson búðarstjóri í Grænlandi lögðum af stað ofurspenntir um hádegisbilið. Við höfðum líkt og aðrir heyrt af prýðilegri opnun í Blöndu og okkur grunaði að eitthvað hlyti nú að hlaupa á færið hjá okkur.

Einhverjar veiðistaðalýsingar hafði ég lesið og einnig rætt við staðkunnuga menn, ég taldi því víst að ég myndi finna réttu staðina án vandræða. En veiðin er sjaldnast svo einföld, það er eitt af því sem gerir þetta svo skemmtilegt.

símon með 84cm úr blöndu 1

Símon með 84cm úr Blöndu I

Þegar við komum að Blöndu var áin vel mikil um sig og lituð, það sáust því hreinlega engin skil til þess að geta fikrað sig áfram í vatninu. Gjáin í Dammi að sunnan sást alls ekki og skyggni ofan í vatnið var núll. Ég hafði heyrt að vaða ætti út að gjánni og renna svo með skilunum. Það var ekkí í boði í þessu vatni, við núlluðum að sunnan.

Breiðan að norðan, tók betur á móti okkur. Við fundum nokkurn vegin réttu leiðina að gjánni og gátum því kastað á réttu staðina, svona nokkurn veginn. Það gaf fisk, algerlega nýgenga 84 cm hrygnu sem tók Collie Dog – kón. Þvílíkt stuð! Fiskurinn var svo nýr að hann var blár og algerlega grálúsugur

2015-06-09 19.19.36

Veiðikveðja

Jóhann Davíð