Laxveiðifréttir

Við heyrðum tíðindi af Hróarslæk. Veiðimenn sem voru að klára sínar vaktir fengu tvo eftir túrinn og þar af einn þrettán punda. Þeir sögðust hafa séð fisk á stöðum 14-16 en ekki víðar. Það er því líf í læknum en ekki mikið gengið enn sem komið er. Við bíðum eftir að Hróinn hrökkvi almennilega í gírinn, hann er seinn til …

Blanda í góðum málum

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru alveg rífandi kátir á svæði þrjú í Blöndu.  Eftir tvær vaktir voru þeir komnir með yfir 20 laxa og settu þar með bókina í hátt í 50 fiska. Mest sögðu þeir að þetta væri vel haldinn smálax en nokkrir tveggja ára voru þó með. Þeir misstu eitt ferlíki sem að sögn var sá stærsti …

Hvannadalsá geymir lax

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru að koma úr Hvannadalnum. Mikið vatn er í ánni en þar kemur til bæði miklar snjóbirgðir í fjöllum eftir veturinn og þessi rigningartíð sem hefur hrellt vesturlandið þetta sumarið. Vonandi horfir til betri vegar eftir því sem snjóalög minnka og….rignir örlítið minna. Alltaf skal þetta vera annað hvort í ökkla eða eyra hjá okkur …

Laxveiðifréttir

Í Tungufljóti reytist upp fiskur og við vitum af allavega 9 löxum á land. Töluvert líf hefur sést við Faxa og ítalskir veiðimenn sem núna standa vaktina eru hæstánægðir en þeir lönduðu vænum fiski í morgun.  Eystri Rangá er á góðri siglingu og síðustu fréttir herma að 293 laxar séu komnir á land, í gær veiddust 35 laxar. Við rákumst …

Laxveiðifréttir

Hallá er í góðu geymi en hún nálgast 50 laxa múrinn samkvæmt veiðimönnum sem voru að klára sinn túr. Þeir fengu tvo smálaxa  í gljúfrunum, annan í neðsta hyl og annan rétt fyrir ofan fossa. Þeir misstu nokkra dreka og sáu töluvert af fiski í Kjalarlandsfossum og eitthvað sáu þeir uppi á dal. Hróarslækur er hrokkinn í gang, en við …

Stuð í Stóru Laxá

Í Stóru er allt að gerast og spriklandi fjör víða í ánni. Í heildina er Stóra komin í 47 laxa sem skiptist þannig:  svæði 1&2, 25 laxar; svæði 3, 8 laxar; svæði 4, 14 laxar. Það komu 12 laxar á land í gær(12.07). Árni Baldursson kíkti í ána og varð hann var við mikið líf á Hólmasvæðinu í Stóru 4.  …

Fréttir í vikulok

Blanda er aldeilis að standa sig og svæði eitt hefur nú skilað vel yfir 600 löxum og lax er líka farinn að skila sér vel inn í dal. Í gegnum teljarann hafa farið 550 laxar en auk þess fer alltaf töluverður fjöldi fram hjá og því má ætla að umtalsvert fleiri fiskar séu gengnir fram dalinn. Við heyrðum að 30 …

Skemmtileg uppákoma við Blöndu

Þórður Sigurðsson og Kiddi voru við leiðsögn í Blöndu að aðstoða hóp Spánverja. Þeir veiddu ágætlega að sögn Þórðar enda mikið af fiski að ganga í ána. Þórður sendi okkur eftirfarandi línur og er ljóst að það hefur verið mikill hasar og gleði við bakkann: „Ég var á Breiðunni norðan megin og Kiddi sunnan megin. Minn kall setur í fisk …

Stóra Laxá – smávægilegar breytingar á svæðaskiptingum

Kæru veiðimenn, Við tilkynnum örlitlar breytingar á svæðum 1&2 og þrjú. Rauðuskriður sem tiheyrðu áður svæði 1&2, tilheyra nú svæði þrjú. Svæði 1&2 nær því frá Illakeri niður að landamerkjum jarðarinnar Iðu að vestan og Litlu Laxár að austan. Svæði þrjú nær frá Undirgangi niður í Rauðuskriður að báðum hyljum meðtöldum. Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

Hallá í góðum gír

Við heyrðum í mönnum sem skruppu í Hallá á föstudaginn. Fyrst í stað var veðrið til friðs og komu þá á land tveir laxar 80 og 90 cm. Síðan gerði leiðinda slagveður og áin breyttist í foráttufljót eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Hallá er með þessum fiskum komin í 13 laxa frá opnun sem er mjög gott þar …