Stuð í Stóru Laxá

Í Stóru er allt að gerast og spriklandi fjör víða í ánni. Í heildina er Stóra komin í 47 laxa sem skiptist þannig:  svæði 1&2, 25 laxar; svæði 3, 8 laxar; svæði 4, 14 laxar. Það komu 12 laxar á land í gær(12.07). Árni Baldursson kíkti í ána og varð hann var við mikið líf á Hólmasvæðinu í Stóru 4.  …

Fréttir í vikulok

Blanda er aldeilis að standa sig og svæði eitt hefur nú skilað vel yfir 600 löxum og lax er líka farinn að skila sér vel inn í dal. Í gegnum teljarann hafa farið 550 laxar en auk þess fer alltaf töluverður fjöldi fram hjá og því má ætla að umtalsvert fleiri fiskar séu gengnir fram dalinn. Við heyrðum að 30 …

Skemmtileg uppákoma við Blöndu

Þórður Sigurðsson og Kiddi voru við leiðsögn í Blöndu að aðstoða hóp Spánverja. Þeir veiddu ágætlega að sögn Þórðar enda mikið af fiski að ganga í ána. Þórður sendi okkur eftirfarandi línur og er ljóst að það hefur verið mikill hasar og gleði við bakkann: „Ég var á Breiðunni norðan megin og Kiddi sunnan megin. Minn kall setur í fisk …

Stóra Laxá – smávægilegar breytingar á svæðaskiptingum

Kæru veiðimenn, Við tilkynnum örlitlar breytingar á svæðum 1&2 og þrjú. Rauðuskriður sem tiheyrðu áður svæði 1&2, tilheyra nú svæði þrjú. Svæði 1&2 nær því frá Illakeri niður að landamerkjum jarðarinnar Iðu að vestan og Litlu Laxár að austan. Svæði þrjú nær frá Undirgangi niður í Rauðuskriður að báðum hyljum meðtöldum. Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is

Hallá í góðum gír

Við heyrðum í mönnum sem skruppu í Hallá á föstudaginn. Fyrst í stað var veðrið til friðs og komu þá á land tveir laxar 80 og 90 cm. Síðan gerði leiðinda slagveður og áin breyttist í foráttufljót eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Hallá er með þessum fiskum komin í 13 laxa frá opnun sem er mjög gott þar …

Laxinn mættur í Tungufljót

Árni Baldursson kíkti í Tungufljót og landaði fjórum löxum á klukkutíma, laxinn er því aldeilis mættur! Þeir sem hafa prófað vita að leitun er að fallegri veiðistað en við fossinn Faxa, auk þess er ekki svo langt að skreppa í fljótið úr höfuðborginni. Við eigum töluvert laust næstu daga og verðið er með þvi hagstæðasta á markaðnum. Stangarverð frá kr.15800. …

Fínt skot í Stóru Laxá og líflegt víða

Við heyrðum  í dönskum veiðimönnum sem brostu hringinn eftir að hafa tekið sex stórlaxa á svæði fjögur í Stóru Laxá. Ásgarður í Soginu er að hrökkva í gang, einn kom á land á morgunvaktinni og þeir misstu annan. Blanda heldur áfram að gefa vel og á morgunvaktinni komu 22 laxar á svæði eitt. Blanda 1 nálgast 400 veidda laxa sem …